Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
159
liafi því -aftur horfið tii heimskunnar«,
þeirrar heimsku, að vanvirða og vanrækja
viturlegan vilja Guðs: Guðselsku og mann-
kærleika, lögmálið, miskunnsemi og trú-
festi, réttvísi og frið.
Nokkru af þessu gleymdu þjóðirnar
strax, þegar þær voru að semja frið eft-
ir heimsófriðinn 1918, og þessu hafa bæði
einstaklingar og þjóðir oft og í mörgu
gleymt síðan í hugsunum sínum, orðum
og athöfnum, bæði út á við og innbyrð-
is, og flestir og flestar hugsað, talað og
unnið einungis hver fyrir sig og sitt, en
á móti öðrum, svo að af hefir lilotizt og
hlýzt sífeld innbyrðisstreyta og stríð um
gæði þessa lífs, sem hefir oft og getur
alt af endað með ósköpum, ef eigi er af
látið. Og hér á meðal er þá ekki sízt liið
illkynjaða og ólánsfulla flokka- og stétta-
Stríð meðal flestra þjóða nú, eins og það
er nú háð nær alstaðar í heimi hér, þar
sem hver þjóðfélagslimurinn er öðrum
óvinveittur, ósanngjarn, ónærgætinn og
grimmur, og gerir hver annan veikan og
vanmáttugan 1 stað þess að styrkja hver
annan, og gera allan líkamann heilbrigð-
an, hraustan og fagran.,
En svo sárgrætilegt og næstum ótrú-
legt sem það er, þá á þetta ekki síður
heima hér, hjá vorri fámennu og smáu
þjóð, en annarstaðar!
Um leið og vér því nú eigum, megum
og viljum lofa Drottinn allsherjar fyrir
alt það marga og mikla, góða og blessaða,
sem oss hefir hlotnast á umliðnum tíma,
bæði sem einstaklingum og þjóð, og sér
í lagi nú á síðastliðnum 20 árum, en þó
alveg sérstaklega fyrir dásamlega hand-
leiðslu hans, varðveizlu og viðhald þjóð-
ar vorrar í gegnum alt, sem hér hefir
gengið á, í meir en 1000 ár, þá megum
vér þó allra sízt gleyma, að minna sjálfa
oss og hvern annan á þann margsýnda og
reynda sannleika: Að *ef Drottinn bygg-
ir ekki húsið, þá eríiða smiðirnir til einsk-
is. Og ef Drottinn gætir ekki staðarins
þá vaka verðirnir til ónýtis.« Og svo þessi
orð friðarhöfðingjans, frelsarans Jesú
Krists. »Hvert það ríki, sem sjálfu sér
er sundurþykt, mun leggjast í auðn; og
sérhver borg og hvert heimili, sem er
sjálfu sér sundurþykt, fær ekki staðizt«.
Nei, enginn skyldi nú þessu gleyma, en
allir ætíð muna, svo að vér nú hver einn
og allir saman mættum knýjast til að
biðja þess af brennandi hjarta, að oss og
þjóð vorri megi veitast vizfca og náð til
bróðurlegrar einingar og fniðsetndar, sam-
hjálpar og eflingar til alls góðleiks, göfgi
og gæfu fyrir líkama og sál hvers eins og
allra sameiginlega.
Ó, að vér allir og þjóðin vor öll, sæi
nú og skildi þetta, og hvílíkt bæði tím-
anlegs og eilífs lífs og farsældarskilyrði
það er, og vildi svo og reyndi með aðstoð
Guðs að breyta eftir því, og þar með fá
bætt úr því, er á brestur nú og síðar
Því að svo sannarlega sem hver einn og
þjóðin öll vill og reynir með Guðs hjálp
að ganga á Guðs vegum, þá megum vér
fagnandi sjá og tala um svipaðar dýrðar-
sýnir fyrir land vort og þjóð í komandi
framtíð og Gyðingaspekingurinn forðum
sá fyrir sína þjóð, ef hún »hyrfi ekki aft-
ur til heimskunnar«. Þá myndum vér nú
vissulega sjá sannarlegt frelsi og sjálfstæði
fram undan, miskunn og trúfesti mætast‘
réttvísi og friður kyssast og jörð og him-
inn hjálpast að til að auka dýrð vors
ástkæra fósturlands, svo að það yrði enn
fegurra, frjórra og yndislegra, og fólkið í
því farsælla en nokkru sinni fyr. Því alt
ber að einum og sama brunni. Sagan og
reynslan og lífið sjálft sýnir það og sann-
ar: Með Drotni blessast og varðveitist alt,
en móti Drotni hrynur alt og ferst.
En hver er þá þessi Drottinn? Það er
sjálfur skaparinn, alfaðirinn, faðir Drott-
ins vors Jesú Krists og faðir vor á himn-
um, og Drottinn Kristur sjálfur, því að
hann og faðirinn eru eitt. Undir hans
merkjum og stjórn munum vér og þjóð-
in vor standast og sigra í öllu óhjákvæmi-
legu stríði, komast hjá ótalmörgu stríði