Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 38
182 HEIMILISBLAÐIÐ Þorsteinn Gíslason. Iiinn. 20. október lézt, hér í bænum Þor- steinn Gísla,son ritstjóri, tæpra 72 ára að aldri. Það er lang't s'ðan Þorsteinn varð þjóð- kunnur maður og góðkunnur, fyrir margra hluta sakir. Telja má, hann, mestan og merkastan íslenzkra blaðamanna til þes»sa dags. Hann var afbuiða snjall rithöfund- ur og fádæma afkastamikill. Bókaútgef- andi .var hann um eitt skeið all-umsvifa- mikill. Skáld var hann. í röð okkar bezt.u ljóðsnillinga, — fle,st kvæðin han,s frábæri- lega ljúf, þó að ekki væri þau ætíð stór- brotin. Og um fram allt, var hann »dreng- ur góður«. Sá, sem þetta ritar, þekti Þorstein vel frá þeirri hliö. Ég var barn að aldri, þeg- ar hann kom til Seyðisfjarðar og gerðist ritstjóri »Bjarka«, -— fyr,st með Þcrsteim heitnum Erlingssyni og síðar einn. Bjó hann þá fyrst hjá foreldrum mínum. Ég hafði þá ekki vit á blaðamennsku eða ljóða- gerð og kunni ekki að meta menn eftir stundum sínum, hafi nuniið um 2 mil- jónum dollara. Það er einkennilegt um Caruso, með- al annars, að eins og sagt er hér að fram- an, var hann gæddur fádæmamiklu vilja. og vinnuþreki, en þó skorti hann vilja. þrek til þess að sigrast á tveimur ástríð- um, sem talið er, að orðið hafi honum að fjörtjóni. Hann var hinn mesti sæl- keri og matmaður, — það er sagt, að hann hafi >étið eins og berserkur*, og hann reykti óhemju mikið, eða »eins og reykháfur« — og alltaf vindlinga. Læknar leiddu honum það fyrir sjónir, hvað eftir annað, að þetta myndi drepa liann, — og þó einkum átið. En honum var ómögulegt að ráða við þessar ástríð- ur. Enda varð hann ekki nema 48 ára gamall og lézt í höll, sem liann átti á Ítalíu, skamt frá Neapel, 2. ágúst 1921. cðru en því, hvernig þeir breyttu við mig. En ég hafði vit á því, að þar var gcður maður, sem Þorsteinn. Gíslason var, ekki síður en nafni hans Erlingsson. Þeir voru báðir góðir við litla drengi, — og þeir voru gcðir við rnjótitlingana. Þetta vissu snjó- titlingarn.ir eins og* ég. Hvergi var önnur e ns mergð snjótitlinga í hörkum, og í kringum húsið okkar, meðan þeirra naut við, nafnanna. Og hvergi þótti mér betra að vera, en einhversstaðar nálægt þessum góðu mönnum. Langar greinar hafa verið skrifaðar í blöðin uirii Þ. G., en þess. lá.ist mönnum að geta, sem eflaust. er þó merkur þáttur í lífi hans, hve mikil og drjúg voru þau menningaráhrif, sem hann, og þeir nafnar, höfðu á tíeyðfirðinga, og Austfirðinga yfir- leitt;, meðan þeir dvöldust þar eystra. Seyð- isfjörður varð í þeirra tíð eitthvert mesta menningar og athafna-»pláss« þessa lands, cg áttu þeir mikinn þátt í því. Enda var meiri bókmennta-bragur á blaði þeirra, »Bjarka«, en öijrum blcðum, um það leyti. Og viss er ég um það, að margir hinna eldri Seyðfirðinga og Héraðsbúa, sem kynni höfðu a,f Þ. G., muni nú þykjast eiga góðs vinar að sakna. Þorstein Glslason hitti ég öðru hvoru eft- ir að ég varð fullorðinn, og jafnan var þar til sama góða mannsins og vinarins að leita. Og jafnar mun ég minnast hans með virð- ingu og einlægu þakklæti, sem einhvers bezta, mannsins, sem ég hefi kynst. Th. A. Amerískir atvinnu-sérfræðingar halda þvi fram, að I Bandaríkjunum séu hvorki fleiri né fæn i en 25.001 p.ivinnugrein, — og ein þeirra þá auð- vitað sú, að reikna þetta út. Biblian hefir að geyma 66 bækur, 1189 kapítula, 31,173 vers, 810,697 orð og 3,566,480 bókstafi. Orð- ið »og« kemur 46,227 sinnum fyrir; »Drottinn« 1855 sinnum. Miðversið er í 118. sálmi Davíðs, 8. versi. — Styzta versið er Jóh. 11, 35. 2. Kon. 19. kap. og Jes. 37. eru samhljóða.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.