Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ
165
YOWIIIR RÆTÁST
Aldrei er hugur mannsins eins móttæki-
fyrir hið fagia, sem fyrir augun ber, og
þegar líkt et ástatt um hugarástand hans
e'ns og Maríu Ásláksdcttur á Grumd þetta
bjarta og heiðríka síðsumarskveld. Hún var
einkad ’ttir Ásláks bónda á Grund og- konu
hans Steinunna'-. Hún var tvímælalaust
fallegasta stúlka sveitarinnar, a. m. k. voru
piltarnir sammála um það; hún var hvérs
manns hugljúfi og faðir hennar var mik-
ils metinn bóndi sf einni elztu bændaætt
landsins. Pað var enginn efi á, því, að hugs-
anir Maríu voru í samræxni við fegurð og
birtu kveldsins, þa,r sem hún keptist við
að raka siðustu leifarnar af heydreifinm
og varð öðru hvoru litið heim að bænum.
Birta og um .leið nokkurskonar feimnissvip-
ur færðist yfir andlit hennar í hvert sinn
sem hún sá hávöxnum pilti bregða fyrir
úti fyrir neyhl ’ðunni. Pessi piltur var einn
af kaupamönnum föður hennar, Baldvin
að nafni. Hrnn var mesti efn'spiltur, fríð-
ur og farlmannlegur. Hann og María voru
á líku reki, unnu saman og fanst mikið
11 hvor,s annars k,oma. Þau kyntust betur
og betur, func u altaf betur hve þau voru
andlega lík, og þau fundu líka,, að þeim
þótti vænt, hvoru um annað, ekki eins og
þau v.cru systkini; nei,, Baldvin fann það
að hann myndi aldrei geta gert sig ánægð-
an með að henni þætti vænt, um hann, sem
bróður e a góðan kunningja; hugur hans
heimtaði a,lt, eða — að öðrum kosti ekkert,
Hugur Maríu dva’di oftar hjá Baldvin
eftir því sem leið á sumarið. Hún reyndi
að kæfa þessar hugsanir í fæðingunni,
reyndi að telja sér trú um að hún væri oí
ung til að hugsa þannig, að foreldrar henn-
ar myndu álíta það barnaskap einn, og
— það sem verst. var, að hugur Baldvins
v ri bundinn hjá, annari stúlku. Hún hafði
nefnilega heyrt því fleygt, að hann myndi
vera trúlofaður heima í sveitinni sinni.
Alt þetta ásitti Maríu alt af meira og
meira, hin vaknandi ást annarsvegar og
slúðursögur og hindurvitni tíða; andans
hinsvegar; það var jafnvel ekki laust við
að þunglyndi ásækti hana á þessu sumri,
í fyrsta skifti á, æfinni, því að hún hafði
fram að þessu verið glaðlynd sveitastúlka,
sem lítið eða ekkert þekti til alvöru lífsins,
»barn náttúrunnar« í þess orðs fylstu
merkingu, barn sveitalífsins, sem gladdist
af hjarta þegar fyrstu blómknapparnir
gægðust upp úr moldinni á vorin, og fyrstu
farfug’arnir létu til sín heyra,
En svo kom hamingjan. Baldvin, var að
binda síðustu baggana og María keptist,
við að raha. Petta var síðasta hirðing inn-
angarðs :g fóikið var farið heim að und-
anteknum þeim Baldvin, Maríu og ungl-
ingspilti, þeim var falið að binda og koma
heim síðustu böggunum. Baldvin var bú-
inn að binda og sendi drenginn hei.m með
hestana.
Ég þarf ekki að skýra frá þvi, sem gerð-
ist á þsssu kveldi. Undir geislum hinnar
hverfandi sólar bundust þau hvort öðru.
Þegar Baldvin hljóp heim túnið, beinvax-
inn og tígulegur, greip María hrífuna sína
og hélt á'fram að raka, þó að hugur henn-
ar dveldi njá Baldvin, þessum göfuga, fríða
og karlmannlega pilti, sem hún nú vissi
að átti hug hennar heilan og óskiptan, og
— sem hún hafði komist að raun um að
elskaði hana, ekki síður en hún hann.
Veturinn er oft harður viðureignar hér
norður við Ishaf, ekki sízt í sveitum lands-
ins, þar sem einstaklingarnir eiga ,sem sagt
alt, undir dutlungunr íslenzku vetrarveðr-
áttunnar. Oft skilur veturinn eftir sár í
hjörtum landsinsi barna, sár, sem tíminn
einn er fær um að græða, og sár, sem ef
til vill græðast aldrei til fulls.