Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 57 Dr. Kahn: Bókin um manninn Fyrir milligöngu íslenzku sendisveitarinnar í New York hefur höf. gefið leyfi til, að bókin væri gefin út hér á landi og léð útg. allar frummyndir sínar yfir 500 talsins, til þess að gera eftir þeim myndamót. Bókin verður um 1000 blaðsíður í stóru broti og öll prentuð á myndapappír. Ritstjóri verksins er dr. Gunnlaugur Claessen, en samstarfsmenn hans við þýðinguna eru læknarnir Guðmundur Hannesson próf., frú Kristín Ölafs- dóttir, Theodór Skúlason, Ól. Geirsson, Jóhann Sæmundsson og dr. Júl. Sigurjónsson. Hér er ekki um að ræða lækningabók í venjulegri merkingu, heldur fyrst og fremst bók um manninn, sjúlkan og heilbrigðan, byggingu hans og verklag á öllum aldri frá vöggu til grafar. Þetta mikla vísindarit er einstakt í sinni röð. Fyrst og fremst fyrir það, hve auðskilið það er hverju mannsbarni. Bókin um manninn kostar í ensku út- gáfunni, sem er um 200 síðum styttri en sú íslenzka, kr. 100,00, en íslenzka útgáfan aðeins kr. 150,00 í eins bandi. Hér er um að ræða alveg einstakt verð á íslenzkri bók. Hamingja yðar og fjölskyldu yðar getur oltið á því að þér kunnið jafnvel íkil á sjúkdómum yðar og heilbrigði. — Bókin um manninn er nauðsynleg á hverju heimili. — Áskriftarkort í öllum bókabúSum. BÖKASAFN HELGAFELLS Garðastræti 17, Box 263

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.