Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 47 Ný, spennandi framhaldssaga: MaðuriEin frá' Alaska Eftir James Oliver Curwood S ö gu.11 p p h a f : Rifle skipstjóri, „grár og ganall Alaskamaður" er á leið norður með ströndum Alaska á skipi sínu Nome. Ung stúlka, Mary Standish, kemur um borð í Seattle á síðustu stundu og með óvenjulegum hætti. Skipstjóranum finnst ferðalag hennar kynlegt og reyn- ir að grafast eftir, hvernig á ferðum hennar standi. En hún verst allra frétta. — Meðal farþega á skip- inu eru Donald Hardwick, roskinn maður, sem margt hefur reynt, og Alan Holt, ungur Alaskamaður og tengdur því landi með órjúfandi böndum. fetta kvöld var gufuskipið Nome annað og meira en »tal 0g tré í augum Alans. Það var lifandi vera og hluti Alaska. Niðurinn í gufuvélunum fannst honum eins °g gleðisöngur, því að þessi niður var merki um það, hann færðist nær og nær heimkynnum sínum. Á þessu sktpi voru nú hundruð manna. Sumir höfðu þegar lagl 8Ig fram til góðs í baráttunni fyrir Alaska, aðrir mundu gera það, en sumir voru líka á norðurleið til þess að eyðileggja og tortíma. «ann tottaði vindilinn og gekk fram og aftur og ®tti fólki sem hann 'virtist varla taka eftir. Fólkið eikaði fram og aftur um þilfarið, reykti og sagði eitt- Vao um f jöllin. Alan hefði getað gengið mann frá manni 6 8agt, hvort sá "hefði dvalið fyrir norðan fimmtug- u8tn 0g fyrstu gráðu, eða væri að fara norður í fyrsta 8Í»n, svo bar fólkið þetta með sér. ti fyrir reykingaskálanum nam hann staðar og sló 8 una úr vindlinum út yfir borðstokkinn. Þrír menn ° u skammt frá honum, og hann þekkti, að það voru f Jr verkfræðingar rétt sloppnir úr skólanum. Þeir voru eio norður til þess að sjá um járnbrautarlagningu fyr- " stjórnina. Brautin átti að liggja frá Seward til Tanana. lnn þeirra var að tala, fullur áhuga og eftirvæntingar vrir ævintýrunum, sem í vændum voru. — Eg get sagt ykkur það, sagði hann, — að fólk veit alls ekkl það, sem það á að vita um Alaska. f skólun- Um er okkur sagt að það sé feikileg ískista full af gulli, verksmiðjurnar hafi varið til tilrauna og rannsókna í framleiðslu sinni hafi flugvélaverksmiðjurnar varið einni millj. dollara. Bílasmiðirnir geti ekki lagt út á nýjar brautir í framleiðslu sinni nema með gífurlegum kostnaði; en flugvéla- verksmiðjurnar séu raunverulega alveg undir það búnar að hefja framleiðslu bifreiða, enda megi búast við, að marg- ar þeirra geri það. Stouts hefur verið viðriðinn bíla- og flugvélasmíðar í meira en 25 ár. Hann teiknaði fyrstu bifreiðina, sem hafði raunverulegt straumlínulag, og þrí- hreyfla almenningsflugvélarnar, sem Ford framleiddi á sínum tíma. Og nú nýlega hefur hann gert uppdrætti að litlum flugvélum, sem hægt er að taka vængina af og nota s$m bíla. Utvarpshlustunarskilyr'Si. Samkvæmt heimildum frá „Masaa- chussette Institude of Tchnology" breyt- ast skilyrði til að hlusta á útvarp með kvartilskiptum tunglsins. Þau fara batn- andi frá 1. kvartili, þangað til stuttu fyrir fullt tungl, og aftur frá 3. kvartili, unz nokkrum dögum fyrir nýtt tungl. Ung stúlka af íslenzkum œtt- um gœdd fágœtum tónlistar- hœfileikum. Fimmtán ára gömul 8túlka í New York, sem er af íslenzku bergi brotin, nýtur þess heiðurs, að vera talin snjall- asti kven-píanóleikari heimsins. Er það einróma álit dómbærustu manna. Þessi efnilega stúlka heitir Valdine Nordal Condé. Móðir hennar er íslenzk í báð- ar ættir. Hún er dóttir Sigvalda Nordals, en hann er albróðir Jóhannesar Nordal, föður Sigurðar Nordals prófessors. Fað- ir Valdine var af frönskum og skozkum ættum. Valdine var aðeins f jögurra ára, þegar hún lék í fyrsta sinn opinberlega. Siðan hefur hún átt óslitinni sigurför að fagna bæði i Bandaríkjunum og Kanada. Hef- ur hún ávallt leikið við frábærar undir- tektir og í frægustu sönghöllum. Á úti- hljómleikum í Chicago hlýddu 6Jötíu þúsundir manna á leik hennar. Allt frá átta ára aldri hefur hún verið einleikari með frægum hljómsveitum, sem stjórn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.