Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1947, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.07.1947, Blaðsíða 22
142 heimilisblaðið Valerian endurtók með sjálfum sér: — Raissa Porof! Nafn, sem alla ævi átti að vera samgróið huga hans. — Hvað ætli úr þessu verði? spurði ein frúin. — Það veit enginn. Ef til vill finnast ekki sökudólgarnir, en ef í þá næst, mun þetta áreiðanlega verða þeim æðidýrt spaug. — Þetta var- svívirðilegt athæfi, hrópaði greifafrúin. I hvaða herdeihl eru þeir, hers- liöfðingi? — Mér þykir leitt að verða að segja, að þeir bera sama einkennisbúning og Valerian greifi. svaraði hershöfðinginn og lineigði sig um leið lítið eitt í áttina til unga mannsins. — Það skyldi þó aldrei vera þú? hrópaði unaur merkisberi hlæjandi. Allir fóru að hlæja og liorfðu á Gretskv, sem svaraði með óstyrku brosi: — Það held ég ekki. — Það verður að finna þá, sagði greif- ynjan. Ef þessi unga stúlka er ekki ævin- týrakvendi, sem gerir sér þetta allt saman upp, þá er hún þess virði, að eitthvað sé fyrir hana gert. — En ef hún er nú ævintýrakvendi? dirfð- ist stiórnarerindrekinn að grípa fram í. — Þá verður lienni liarðlega refsað, svar- aði greifafrúin kuldalega. Hvemig sem öllu er nú farið, er ómögulegt að halda þessu hneyksli leyndu. Almennt siðgæði hrópar á hefnd, hélt hún áfram með hærri röddu. Þegar greifynjan hitnaði, gat hún orðið sérstaklega mælsk. Hún talaði nokkur andar- tök og fékk alla á sitt mál. Stjórnarerind- rekinn einn var efasamur, en það leyfðist ekki, og í þetta skipti fékk hann áminningu. — Starf yðar er að efa alla skapaða hluti og neita afganginum, sagði greifynjan við hann. Og þegar því einhver af frjálsum vilja er kvaddur til að leysa af hendi 'líknsamt verk, sem ekki beiplínis er í samræmi við almenna skynsemi, þá geta blessaðir stjórn- arerindrekarnir sofið í ró, án ótta við að verða ónáðaðir. Veizlugestirnir hlógu, og samræðurnar sner- ust um önnur efni. Brottför nokkurra gesta stundarfjórðungi síðar notaði Valerian til að sleppa burt. Þeg- ar hann gekk niður tröppurnar úr liúsi frænku sinnar, fannst honum sem liann gengi upp í móti, svo þungt farg livíldi á heila haiis- Hann fór í loðkápuna sína og gekk út. íg‘ kalt loftið lék um andlit lians og færði hon- um á ný nokkuð af lians fyrri ró. Sleði hans nam staðar og beið hans, en liann kaus held- ur að ganga og skipaði ökumanninum að fylgja sér í hæfilegri fjarlægð. Síðan gekk hann áleiðis meðfram Nevafljótinu, út í sót- svart myrkrið, sem götuljósin rufu lítilleg8 með ákveðnu millibili. Nevafljótið lá hvítt, þögult og sem dautt undir hinni þykku ísbreiðu, sem hélt bylgj' um þess í bóndabeygju. Á liægri liönd var hinn breiði hafnarbakki, sem úði og grúði af vögnum, er voru að sækja gesti sendiherr- ans. Eftir því sem liann gekk léngra, urðu vagnarnir strjálli, en liina svörtu klasa trjárfna í „Lystigarðinum“ bar við himin. Hann f°r yfir litla brú, sem lá yfir síki. Síðan hélt hann áfram meðfram hafnarbakkanum, þranun* andi í dimmri, ískaldri nóttinni, unz hon- um loks heppnaðist að koma hugsunum sín- uin í samt lag. Svo langt var það gengið. Hann, Gretsky greifi, kærður fyrir lögreglunni! Lítil stúlka með dökk augu, fögur í sinni réttlátu reiðn en þegar öllu var á botninn hvolft mjóg lítilfjörleg. Þessi borgarastelpa, án nafns og stöðu, liafði komið fram með kæru gegn ho»' um. Hiín hafði gefið lýsingu á lionum og ei»' kennisbúningi hans. Málróini hans var lýst í skýrslunni til yfirlögreglustjórans, og til vill fyndi hann, þegar lieim kæmi, lög' regluþjóna, sein biðu bara eftir því að hremm8 liann, um leið og hann gengi inn. Kaldur hrollur rann honum milli ski»ns og hörunds. Refsingu óttaðist hann ekki ser- lega mikið. Hvað var hægt að gera við hanm Gretsky greifa? Setja liann í gæzluvarðhald um nokkurn tíma, ef til vill. Það var all* og sumt. Þar að auki voru þrír sekir. Hver)* þeirra hafði Raissa sérstaklega kært? HafðJ hún greint andlitsdrætti þess, sem hafði dreg' ið hana inn í dimma herbérgið? Eða hafð* liún verið svo útsmogin í hefnd sinni að segJJ þá alla jafnseka? Til allrar óhamingju var Gretskv óinög», legt að afla sér frekari upplýsinga. Með þvl hefði hann leitt athyglina að sér. Hann hla»* því að láta við það sitja að bíða og rey»® að komast að því, sem auðið væri, því a

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.