Heimilisblaðið - 01.05.1962, Page 13
una — og varð að stilla sig, til að reka
ekki upp undrunaróp.
Fyrir framan hann stóð ung stúlka með
íádæmum ófríð, og hélt á litlu lambi. And-
urtak störðu þau hvort á annað, en síðan
lygndi hún augum og drúpti höfði.
Þau dunduðu við lambið í sameiningu,
n^stum án þess að tala orð hvort við ann-
0ð. Hann veitti því athygli, hversu nær-
íærin handtök hennar voru og kunnáttu-
samleg, og hversu mikla alúð hún sýndi við
hjúkrun dýrsins. Þegar þau höfðu lokið
bessu, stóð hún upp, leit á hann og sagði:
»Þér megið ekki vera reiður við mig. Ég
gat bara ekki stillt mig. Þér eruð eina
mannveran, sem nokkru sinni hefur ímynd^
nð sér, að ég væri fögur ásýndum." Hún
bagnaði, og varir hennar bærðust. „En
samt sem áður — samt sem áður fenguð
þér yður ekki til þess að kyssa mig.“
»Ég gerði enga tilraun til að kyssa yð-
Ur>“ svaraði hann, „vegna þess að ég hélt
einmitt, að þér væruð bæði falleg og stór-
iynd. Nú veit ég, að þér eruð annað: yndis-
leg.“
Hann tók hana í fang sér og veitti henni
Þann koss, er hún hafði svo lengi þráð.
»Já, en nú skuluð þér fara — strax á
stundinni,“ sagði hún á eftir, og það setti
að henni grát. „Það hefur enginn kysst
mig fyrr. Þér megið ekki eyðileggja það
' heyrið þér það ? — Þér megið ekki eyði-
le&gja það.“
1 senn snortinn og furðu lostinn gekk
Hichard í átt til dyranna. Það var eitt-
Uvað, sem hann hafði gefið þessari ungu
stúlku, enda þótt hann gæti ekki gert sjálf-
Urn sér grein fyrir því, hvað það var.
Hann reikaði út í þokuna og veitti því
athygli, að henni var að létta. En hann ók
ekki strax af stað. Hann beið, unz hann
|=reindi fótatak karlmanns og heyrði, að
ann gekk gegnum hliðið og heim að hús-
mu.
^á hélt hann för sinni áfram um dimm-
an hjóðveginn, og að baki hans var lítill
endabær, sem áður en hann kom hafði
verið sveipaður myrkri, en þar sem nú
hafði verið kveikt ljós.
Afmœliskvcðia
til frú Steinunnar Egilsdóttur frá
Spóastöðum á sextugsafmæli
hennar 10. júlí 1941. —
Stödd á Bæ í Borg-
arfirði.
Man ég sæla sumardaga,
sólin lék um tún og haga.
Bjart var yfir grænni grund.
Fagur ómar fuglakliður,
fossa-drunur, áarniður. —
Gisti’ eg Spóastaði’ um stund.
Einu mun ég aldrei gleyma;
ekkjunni, sem þar á heima,
gáfuð kona, gæða sprund.
Hugdjörf er og sterk í stríði,
stórhuga með sæmd og prýði,
rauna góð, og létt í lund.
Hetjudáð og hugdirfð þína,
held ég verkin muni sýna;
stafinn þótt þú styðjist við.
Þú ert þinnar sveitar sómi,
svo mun kveða einum rómi,
Biskupstungna búalið.
Signi þig nú sjóli hæða.
Sextug njóttu lífsins gæða,
sittu heil og sæl í dag. —
Berist þér til Borgarfjarðar
beztu óskir fósturjarðar
þér til heilla, — þér í hag.
Jóhs. Sig.
Keimilisblaðið
101