Heimilisblaðið - 01.05.1962, Side 18
fram fyrir sig. Hún hafði ekki haldið, að
þetta myndi ganga þannig fyrir sig. Hvern-
ig gat hann tekið þessu á jafn eigingjarn-
an hátt og án tilfinninga og tillitssemi?
Hún fyrirvarð sig fyrir að vera enn ást-
fangin af honum.
Smám saman fór hún að setja í töskuna.
En allan tímann var hún að hugsa til
Sveins. — Sveins, með sitt rauða hár og
sín gráu augu, sem stundum gátu virzt
alveg græn, einkum er honum rann í skap.
Það var óbærilegt hvað hann gat verið
heillandi sá maður ... jafn ómerkilegur og
hann gat verið.
Hún mundi mætavel, hvernig það var
þegar þau hittust í fyrsta sinn. Það var á
afmælisdegi Maríönnu. Sveinn var starfs-
bróðir mannsins hennar, og á eftir hafði
Maríanna sagt við hana: „Þú og Sveinn
eigið alveg stórkostlega vel saman. Hann
þarf einmitt stúlku, sem er sjálfstæð og
mátulega köld í framkomu eins og þú, ein-
hverja, sem ekki skríður í duftinu fyrir
honum.“
En það er nú einmitt það sem ég hef
stundum gert, hugsaði Berit. Jafnvel þótt
ég hafi virzt vera köld og kærulaus á yfir-
borðinu. Ég bý í alltof dýrri íbúð, af því
honum geðjast það. Ég hitti Helen næstum
aldrei, sökum þess ég veit, að honum fellur
hún ekki. Og í kvöld var að mér komið að
haga mér andstyggilega, bara vegna þess
að ég hafði hugsað mér að fara út með
Sveini. Ég verð að reyna að hugsa skyn-
samlega, eins og ég gerði jafnan áður en
ég kynntist honum. Má vera, að það verði
fjarska erfitt og sárt, en það er beinlínis
nauðsynlegt. —
Hún hafði lokið við að setja í töskuna og
var í þann veg að hringja eftir bíl, þegar
dyrabjöllunni var hringt. Sveinn var kom-
inn. Hún fann unaðarstraum hríslast um
sig. Honum var þá alls ekki sama um
hana. —
„Ef þú ætlar að halda áfram að leika
hlutverk hins miskunnsama Samverja,"
mælti hann eilítið afundinn, „þarftu sjálf-
sagt á bíl að halda. Ég er með bíl hér
fyrir utan.“
Hún þurfti að hafa stjórn á sér til að
hrópa ekki upp: „ó, Sveinn, hvað þetta
er dásamlegt af þér!“ En þess í stað svar-
aði hún ofur rólega: „Ég er þér þakklát.
Ég var alls ekki viss um, hvort ég gæti
fengið nokkurn bíl.“
„Það gæti heldur varla gert svo mikið
til, þótt við stönzuðum einhvers staðar á
leiðinni og fengjum okkur kaffibolla. Það
er dálítið, sem ég þarf að tala um við þig,“
sagði hann.
Bara andartak hjá Sveini, hugsaði hún,
full af ólýsanlegri þrá. En Helena beið
eftir henni. Helen var full óþreyju. Nei,
það gat ekki gengið. Það væri ekki rétt af
henni...
„Mér þykir það fjarska leitt,“ svaraði
hún og fann, að rödd hennar skalf dálítið.
„En það gengur ekki.“
Hann yppti öxlum og greip töskuna
hennar.
„Allt í lagi — miskunnsama sál,“ sagði
hann. „Við komum þá.“
2.
Á heimili Helenar var allt meira á rúi
og stúi en nokkru sinni fyrr. Dagstofan
með úr sér gengnum húsgögnunum var í
megnustu óreiðu. Það hafði ekki verið tek-
ið af matborðinu. Uppi við einn vegginn
stóð rammalaus mynd. Hryllileg mynd,
hugsaði Berit. Sveinn stóð og glápti á
myndina með undrun og fyrirlitningu á
meðan Berit og Helen kvöddust.
„John er sofnaður,“ sagði Helen að lok-
um. Látið hann sofa eins lengi og hann
getur og gleymið ekki að gefa honum með-
alið hans þegar hann vaknar. Vertu svo
sæl, Berit mín, og þakka þér fyrir þetta-
Ég hringi á morgun.“
Þegar Helen var farin, mælti Sveinn
stuttlega: „Mér þætti gaman að vita, hvoi’t
nokkuð er til ætilegt hér á þessu heimiln
— svo mikið sem hnífapör, þó ekki se
meira.“
„Vertu nú ekki kjáni,“ gegndi Berit dá-
lítið óþolinmóð. „Helen hefur ekki aðstöðn
til að þetta sé öðruvísi en það er. John ef
alltaf veikur, og Helen verður bæði að ann-
ast heimilið og hann, og reyna svo að
vinna sér inn aura með því að mála mál'
verk. Hvernig geturðu ætlazt til, að allt se
í röð og reglu ...“
106
HEIMILISBLAÐlP