Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Side 19

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Side 19
»Er þetta eitt af listaverkunum henn- ar?“ greip Sveinn fram í fyrir henni. Ber- kinnkaði kolli, en kunni auðsjáanlega ekki við tóninn í orðum hans. »Láttu það ógert að hæðast að henni. Helen gerir eins vel og hún getur. Og þótt þér þyki kannski ekki mikið varið í mynd- n*nar hennar, þarftu ekki end'ilega að láta það í ljós. Og nú væri bezt fyrir þig að fara. Ég þarf svo sannarlega að fara að taka til höndunum." »Þú getur ekkert gagn gert, jafn þreytt °& svöng og þú ert,“ sagði Sveinn. »í guðanna bænum hafðu þig á brott,“ ^engdi Berit uppvæg. I sama mund var bjöllu hringt inni í svefnherberginu. „Það er John,“ mælti Sveinn. „Veiztu það, að mér finnst sá mað- ur eyðilagur af eftirlæti." »Þú ert lúalegur í þér, svo sannarlega," 8'egndi Bferit og gekk út úr stofunni. Hún kom að John liggjandi í óumbúnu rumi. Hann reis upp, þegar hún kom inn, en hné óðara aftur út á koddann. „Æ,“ stundi hann veiklulega, „er Helena farin ?“ »Já, því miður,“ svaraði Berit. Hann lygndi augunum. „Ég skil ekki, uvers vegna hún þurfti endilega að fara.“ »Nú sæki ég meðalið þitt,“ mælti Berit. »Ég þoli ekki þann óþverra, láttu mig bara eiga mig.“ ^ meðan Berit hellti lyfinu í skeiðina, varð henni hugsað til þess sem fólkið sagði nrn John: að hann væri mesta liðleskja og ornenni, þótt útlit hans væri svo sem nógu 8°tt. En svo hugsagj hún ekki um það rekar; henni fannst það ljótt gagnvart elenu vinkonu sinni. »Drekktu þetta nú,“ sagði hún og bar meðalið að honum. »Nei,“ svaraði John og sló til hendinni, SV? glasið féll úr greip hennar og mun- 1 minnstu að það brotnaði á gólfinu. 3. 1 Herit beit á jaxlinn og gekk út í dag- ofuna. Sveinn var búinn að taka til þar ^11!. því að óreiðan hafði minnkað til una, 0g málverkið hafði hann dregið til hliðar. »Erfiður sjúklingur, systir?“ sagði hann. Heimilisblaðið Berit gat ekki tára bundizt. „Einkenni sultar,“ sagði hann spekings- lega kalt. „Nei,“ sífraði hún. „Það er út af þér. Ég hef ógeð á þér. Og John fæst ekki til að taka meðalið.“ „Ekki það?“ gegndi Sveinn. „Þá fer ég inn og fæ hann til þess. Ég þoli reyndar ekki þann náunga, en ég skal samt gera það.“ Æ-jæja, mér er svo sem sama, hugsaði Berit uppgefin. Tilhugsunin um að þurfa að annast John næstu dagana, olli henni hugarkvölum og örvílnun. Og Sveinn var þegar búinn að sjá meira en nóg, svo það var sama, þótt hann færi inn í svefnher- bergið líka. Svefnherbergið var reyndar hryllingur, með óhreinum rúmfatnaði og ryki á gólfi. Og þannig hafði það alltaf verið ... einu sinni hafði henni fundizt þetta listamannslegt, en það fannst henni ekki lengur . . . henni fannst það bara aum- ingjaskapur og smekkleysi. Sveinn kom aftur. „Nú er hann búinn að taka það,“ sagði hann herkjulegur á svip. og nú langar hann í flóaða mjólk. Eftir öllu að dæma, er mjólkin á þessu heimili súr, ef þá fyrirfinnst nokkur mjólk. Hvar er annars eldhúsið?“ „Ég skal sjá um þetta,“ svaraði þá Berit. Hún gat ímyndað sér, að eldhúsið væri kóróna sóðaskaparanis, verra en allt hitt. Nú varð Sveinn að fara, fannst henni. Hann mátti halda um Helenu hvað hann vildi, bara að hann færi. Hann sá á henni, hvað hún hugsaði, og augun í honum urðu græn. „Gott og vel,“ sagði hann. „Ég fer þá. Góða nótt, Berit.“ J. Það var ekki fyrr en hann var farinn, að hún mundi, að það hafði verið eitthvað sem hann endilega vildi ræða um við hana. Þegar hún minntist þess, stundi hún þreytulega, en gekk svo fram í eldhúsið. Þar var ástandið ömurlegra en hún hafði getað ímyndað sér. Hún rakst á mjólkur- sopa, sem hún flóaði og fór með inn til Johns. Það var ólundarsvipur á honum. „Því þurfti Helen endilega að þjóta þetta burtu? 107

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.