Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 26
og nú verður þú að bjarga heiðri mínum
með því að vera í fararbroddi í Korsíku-
förinni."
„Ég get ekki uppfyllt bón þína.“
„Þú getur ekki látið fyrirtækið renna út
í sandinn og vini okkar á Korsíku verða
fyrir vonbrigðum. Þú hefur tveggja daga
umhugsunarfrest. Þá hittumst við hér aft-
ur.“
Rinaldo ræddi þetta allt við Dianóru.
Hún var samþykk því áformi hans að fara
hvergi. Þess í stað reyndi Rinaldo að fá
bát með þau til Möltu.
Um kvöldið komu tvær konur til dvalar
í húsinu, og hafði eigandi hússins tilkynnt
fyrirfram um komu þeirra. Hér var Olim-
pia enn á ferðinni og Serena í fylgd með
henni. Koma þeirra skapaði aukin vand-
kvæði fyrir Rinaldo.
Hann gekk á fund Olimpiu og spurði
hana, hvernig á því stæði, að hún væri
hingað komin, þar sem öldungurinn frá
Fronteja hefði sagt, að enginn vissi um
dvalarstað hans nema hann.
Hún kvaðst hafa orðið jafnundrandi og
hann, þegar þau hittust hér. Upp hefði
komizt um Korsíkuleiðangurinn, vinir
hennar hefðu verið handteknir og hún
hefði neyðzt til að flýja. Hún ætlaði að
flytja öldungnum frá Fronteja þessa voða-
legu fregn.
„Getur hann ekki bjargað öllu við með
töfrabrögðum sínum?“
í þessu kom öldungurinn til þeirra. Hann
kvaðst vita, hvernig komið væri, en spurn-
ingu þeirra, hvort hann gæti bjargað vin-
um þeirra svaraði hann með þessum orð-
um: „Þið sjáið, hvað fyrir kemur.“ En
hann kenndi Rinaldo um, hvernig ástatt
væri. Ef hann hefði verið kyrr í Sikiley,
þá væri leiðangurinn þegar kominn til
Korsíku. Nú kvaðst hann ekki lengur geta
haldið verndarhendi sinni yfir Rinaldo.
Hann væri nú í mikilli hættu, en hann
skyldi komast að raun um það á hinztu
stund ævinnar, hve einlægur vinur Rin-
aldos hann væri.
Rinaldo gerði þegar í stað ráðstafanir
til að tryggja öryggi sitt og Dianóru.
Hann tók bát á leigu, sem mundi flytja
þau til eyjarinnar Simósu að þrem dögum
liðnum. Þangað til ætlaði hann að dyljast
í fylgsnum.
Enn einu sinni kom öldungurinn frá
Fronteja á fund Rinaldos og varaði hann
við yfirvofandi hættu, en sagðist geta
bjargað honum, ef hann kæmi strax með
sér til Korsíku. Rinaldo svaraði honum
einungis með háðsbrosi.
„Á morgun rennur örlagastund þín upp,“
sagði öldungurinn.
Rinaldo svaf lítið um nóttina. Um morg-
uninn sendi hann Dianóru bréf og hélt svo
til fylgsnis síns, þar sem hann ætlaði að
dyljast þennan örlagaríka dag. Hann hafði
ekki farið langt, er hann varð var við her-
menn frá Sikiley. Hann faldi sig í húsa-
garði einum, en rakst þar á mann, sem
hann hafði séð fyrr — della Roccella,
prins.
Rinaldo var í mikilli hugaræsingu, er
hann fór inn í húsið á eftir honum og sá
þar hina fögru Aureliu.
„Ef þú dvelst á þessari eyju, þá yfirgef-
um við hana þegar í stað,“ sagði della
Roccella.
„Ég fer héðan á morgun, og þið sjáið
mig aldrei aftur. Guði sé lof, að ég sé ykk-
ur bæði heil á húfi. Það er mér mikið
gleðiefni.“
„Hefur þú enn samband við fyrri félaga
þína?“
„Nei, ég er gerbreyttur maður.“
Garðyrkjumaður hússins kom inn og
sagði, að húsið væri umkringt af hermönn-
um.
„Þeir eru að elta mig,“ sagði Rinaldo.
„Þú ert ógæfumaður,“ sagði Aurelia.
„Reyndu að komast undan,“ sagði prins-
inn.
„Það er of seint,“ sagði Rinaldo.
Hermenn voru alls staðar umhverfis
húsið, og liðsforingi gekk inn.
„Hann er hér,“ var hrópað. Það var
erkióvinur Rinaldos, svarti munkurinn,
sem hafði hrópað. Hann benti á Rinaldo og
sagði. „Þetta er Rinaldini. Takið hann
fastan.“
„Ert þú Rinaldini?" spurði liðsforing-
inn.
„Já,“ anzaði Rinaldo.
Þá heyrðist háreysti fyrir utan, og öld-
114
HEIMILISBLAÐIÐ