Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 42
< Stúlkan sú arna gengur nú ekki daglega með alla þessa hatta á höfðinu. Orsök þess að hún bar þá alla á höföinu í þetta sinn var sú, að hún hafði lofað lagssystrum sínum að gæta þeirra, en þær eru allar í enskum þjóðdansa- flokki. Litla, japanska Honda-vespan var fyrir skömmu sýnd á bif- hjólasýningu í London. Vélin er 50 kúbíksentimetrar og get- ur knúið farartækið með 70 km hraða á klukkustund. Stúlkan er ensk sýningar- stúlka, en aldur hennar er ekki látinn uppi. > < Það finnast jafnt hjá dýr- um og mönnum einstaklingar, sem eru svo gráðugir, að þeir taka ekkert tillit til náungans. Þannig er því varið um þenn- an hvolp, að þegar hann hafði lokið sinum matarskammti gæddi hann sér á skammti félaga sinna. Á þessari mynd sjást arabiskar konur með blæjur fyrir and- liti standa og virða fyrir sér risa-líkneski af Kassem, sem reist var í Barquba fyrir norð- an Bagdad, þar sem Kassem hafði höfuðstöðvar sínar og gaf út tilkynningu sína um stofnun lýðveldisins íraks. Ætli örlög líkneskisins verði ekki hin sömu og fyrirmyndar- innar — að vera steypt af stalli. > Pyrir skömmu gerði herinn í írak uppreisn og tók völdin í sínar hendur. Abdel Karim Kassem, sem var einvaldur í landinu, var tekinn af lífi. Sjálfur komst hann til valda með sama hætti, er hann steypti konungsætt Hasjemíta af stóli 14. júlí 1958. Aðfarir múgsins eftir þá uppreisn vöktu viðbjóð um heim allan. > < Að handtaka glæpamenn, sem verjast t. d. með hnífum, getur verið mjög áhættusamt fyrir sérhvern lögregluþjón. Scotland Yard hefur því látið gera skildi sem þennan, er lögregluþjónar geta haft með- ferðis, þegar þeir eru kvaddir út. Hann er þakinn gúmmíi, sem á að stöðva hnífa og gler- brot. lí> 42 HEIMILISBLÁP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.