Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6
Þá dreymdi hana draum. Hana dreymdi, að hún stæði á viðarfjöl, yfirkomin af sorg yfir syndalífi sonar síns. Þá stóð allt í einu skínandi bjartur ungur maður við hlið hennar. Hann spurði hana um ástæð- una fyrir sorg hennar og tárum. Þá bauð ungi maðurinn henni að líta upp. Sjá! Nú stóð sonur hennar við hlið hennar á þess- ari sömu viðarf jöl. Þegar hún sagði Ágústín þennan draum, vildi hann í hroka sínum ráða hann þann- ig, að hún mundi síðar standa þar, sem hann stæði . . . Nei, — sagði hún þegar í stað — það var ekki sagt: „Þar sem hann er, skalt þú og vera,“ heldur: „Þar sem þú ert, skal hann einnig vera.“ Þessi orð, — segir Ágústín í Játningun- um —, höfðu meiri áhrif á mig en draum- urinn. Því að þau sýndu, hve óhaggan- lega örugg móðirin var í trú sinni. Eftir það fékk hann að búa heima. Því að nú var Mónika viss um, að hann mundi einhvern tíma hverfa aftur til kirkjunnar. Mónika fékk enn eina huggun. Hún fór til biskupsins og bað hann um að tala við son sinn, til þess, ef vera kynni, að hann gæti snúið honum frá villu hans vegar. En biskupinn færðist undan, neitaði því blátt áfram. Mónika sárbændi hann og grét. Þá sagði biskupinn: „Far þú nú. Svo sannarlega sem þú lifir er það ómögulegt, að sonur slíkra tára glatist." Sjúkdómur, afturhvarf og andlát vinar Ágústíns fékk einnig svo mjög á hann, að hann þoldi ekki lengur við í Tagaste. Hann fór aftur til Karþagó og setti þar á stofn mælskuskóla. Og hann sökkti sér af nýj- um ákafa niður í nám sitt. En það komu fleiri umskipti í lífi hans, sem einkenndist svo mjög af innri storm- um. Efasemdir hans um kenningar Mani- kea urðu æ meiri . . . Fástus hinn mikli kom. En hann reyndist vera fremur fá- kunnandi maður, sem gat hvorki útskýrt eitt né neitt, alúðlegur maður og afburða ræðumaður, en án vísindalegs skynbragðs á þau viðfangsefni, sem Ágústín var að brjóta heilann um: Kenningin um hin tvö svið olli honum erfiðleikum. Og var hugs- anlegt, að þær opinberanir, sem túlkur Heilags anda, hinn heilagi maður, Mani, hafði gefið söfnuði sínum, gætu komið heim við þær vísindalegu staðreyndir, sem komizt hafði verið að raun um viðvíkjandi himintunglunum ? . . . Ágústín efaðist æ meir um, að unnt væri að ráða gáturnar miklu . . . Dag nokkurn ákvað hann að taka sig upp frá Afríku og fara til Rómaborgar, höfuðborgar heimsríkisins, þar sem betri skilyrði voru til þess að komast áfram og aðstaðan var betri til kennslustarfa. Það var sennilega árið 383, þegar Ágústín var 28—29 ára. Mónika hafði verið óþreytandi og fylgdi honum nú til strandar með gráti og kvein- stöfum og ætlaði að reyna að aftra brott- för hans. En hann gabbaði hana. Hann taldi henni trú um, að hann ætlaði að fara að kveðja vin sinn. Og meðan hún var að biðjast fyrir í kapellu einni við ströndina, sigldi hann yfir Miðjarðarhafið til Rómaborgar. Þar gekk hann enn inn í hóp Manikea. Hann átti marga vini meðal þeirra. Og þrátt fyrir hin skyndilegu umskipti, mót- aðist líf Ágústíns sem hægfara þróun. Hann breytti ógjarna afstöðu sinni, hann var trúr skoðunum sínum eins og vinum sínum. Tíu ár voru liðin frá því er hann las Hortensíus Cicerós, og enn stóð hann 1 stað á vegi vizkunnar. Efasemdir á efa- semdir ofan, hvergi fann hann fastan grundvöll undir fótum. Áttu mennirnir þess yfirleitt kost að geta vitað nokkuð ? Hann laðaðist meir og meir að þeirri heimspekistefnu (Akademíu- manna), sem sagði, að eina örugga afstað- an, sem unnt væri að taka, væri að efast um allt. Það yrði að sætta sig við, að menn- irnir gætu ekki öðlazt þekkingu á sann- leikanum . . . Ágústín varð þó aldrei eindreginn efa- hyggjumaður. Því að það er skaphöfn að vera efahyggjumaður, meðfædd hugaU' hneigð. Og Ágústín var ekki þannig. Það voru hlutir, sem liann efaðist aldrei um- Hann var viss um, að menn hefðu raun- verulega þekkingu á sannleikanum í stærð- fræðinni. Og hann trúði á Guð og forsjóu hans. Hann trúði einnig á ódauðleika sál' 226 H E I M ILI S B L A £>1 Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.