Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 17
maris var í hópnum. Hún var fölleit, en
himneskur friður hvíldi yfir andliti henn-
ar Nú krupu píslarvottarnir niður til þess
að biðja saman í síðasta sinn hér á jörð.
Þeir stóðu aftur á fætur og biðu nú ró-
legir dauðans.
Dýrin ráðast á þá. Margir hafa þegar
verið tættir sundur. Gríðarstórt tígrisdýr
ræðst á Damaris. En áður en það kemst
til hennar, verður það fyrir árás bjarn-
dýrs. Æðislegur bardagi hefst milli þeirra.
Damaris hefur hörfað aftur af skelfingu.
Hún stendur titrandi af ótta og starir á
bai'dagann milli dýranna. — Þá fellur hvít
rós niður fyrir fætur hennar, og rödd, sem
hún þekkir, kallar ofan að niður til henn-
ar: „Damaris, Kristur Jesús styrki þig
nú!“ Hún lítur upp og sér náfölt andlit
vinkonu sinnar horfa niður til sín.
Ljómandi bros kemur á andlit píslar-
vottarins. Vinkona hennar hefur játað trú
sina á Krist. Nú getur hún dáið glöð. Hún
varpar sér á kné, spennir greipar. — —
Skömmu síðar er allt afstaðið. Hún liggur
liðið lík á leiksviðinu.
Kládía hefur hnigið örmagna í arma
manns síns.
Leiksýningunni er lokið. Fólkið er farið
ur hringleikahúsinu. Það er ánægt með
haginn. Grafarþögn grúfir yfir leiksvið-
inu, sem þakið er blóði og líkum. En í einu
hjarta hefur dagur runnið upp. Kládía var
varla komin út úr leikhúsinu, er himnesk
sæla fyllti hjarta hennar. Hún hafði kann-
azt við Krist fyrir mönnum — Kristur
hannaðist nú við hana fyrir föður sínum.
Hún fann það. Hann var hennar, og hún
var hans. Hún trúði því, hún fann það.
bað voru hamingjusælir dagar.
En hamingja hennar átti ekki lengi að
vera ótrufluð. Hluttekningin, sem eigin-
kona öldungaráðsmannsins hafði sýnt hin-
dauðvona kristnu mönnum í hring-
leikahúsinu, kall hennar til Damaris, hafði
ekki farið fram hjá mönnum. — Dag nokk-
Urn komu sveinar borgarstjórans aftur út
til sveitaseturs Sulpieiusar. I þetta sinn
tóku þeir konu hans með sér. Bænir hans
stoðuðu ekkert.
Kládía var staðföst við yfirheyrsluna.
Hún var dæmd til dauða. Hún lagði höf-
uðið á höggstokkinn, lofandi og vegsam-
andi Guð fyrir það, að hún hefði verið álit-
in verðug píslarvættiskórónunnar.
Sól Sulpiciusar var sigin til viðar með
dauða Kládíu. Hann hafði unnað henni af
öllum kærleika hjarta síns. Nú hafði lífið
misst allt gildi sitt í hans augum. Hann
varð að fara burt, burt frá staðnum, þar
sem heiðnir trúbræður hans höfðu rænt
hann dýrmætasta f jársjóði hans. Hann tók
göngustafinn í hönd sér með blæðandi
hjarta til þess að reyna að finna aftur í
fjarlægum löndum þá ró, sem hann hafði
verið rændur í Róm.
Og hann fann hana, fann hana í trúnni
á hinn krossfesta, sem Damaris og Kládía
hans höfðu fórnað lífi sínu. Ný sól var
upprunnin honum, „réttlætissólin með
græðslu undir vængjum sínum“.
Nú fékk hann aftur fyrri atorku sína.
Hann seldi landareign sína við Róm, gaf
eigur sínar fátækum og helgaði sig algjör-
lega þjónustu Drottins. — Hann dó sem
biskup í Litlu-Asíu.
Pandabjörninn í dýragarðinum
í Lundúnum var nýlega flutt-
ur til dýragarðsins í Moskvu,
þar sem átti að koma karl-
birni til við hana, en hann leit
ekki einu sinni á hana. -—
Myndin er tekin af henni, þeg-
ar hún kom heim og er að
segja frá ferðinni til Moskvu.
hEIMILISBLAÐIÐ
237