Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 33
.,Ekki var svo í byrjun,“ svaraði Ogden Pieter. „Þetta eru viðskipti. — Við vildum Sjarnan fá verkefnið í hendur, og mér fannst mestu máli skipta að spara tím- ailn, og þess vegna fullyrti ég, að við gæt- nni tekið að okkur að flytja innbú hótels- lns á einni nóttu. Sú hugmynd veitti okkur verkefnið í hendur. Auglýsingin kom síð- ar.“ ,,Það var snjöll hugmynd," sagði herra Eoodrich. „Ég hef fylgzt með því, sem þér na-fið lagt inn. Upphæðin vex.“ , Við höfum núna tvo vöruflutningabíla 1 sf-að eins áður. Og við höfum í hyggju að ntvega okkur fleiri.“ „Þér hafið auðsjáanlega hleypt vindi í -eglin hjá Footsy Mertz.“ „Það fyrirfinnst ekki duglegri flutn- n'gamaður í öllu fylkinu,“ svaraði Ogden ieter, reiðubúinn að taka málstað Foot- sys..— Hr. Goodrich brosti við. „Hvaða hug- ^yndir hafið þér svo hugsað yður að selja rnér?u spurði hann. „Það stendur húsbygging hjá járnbraut- arteinunum, sem þér viljið leigja út.“ „Já, því er nú miður. Það er auma eymd- nrfyrirtækið. Við urðum að taka við bygg- lngunni sem veði.“ „Er húsið eldtryggt?" spurði Ogden Þieter. „Eullkomlega." „Það væri hægt að innrétta það sem vörugeymsluhús. Það er ekki til nein slík Reymsia hér í Lenox, þar sem hægt er að ^eyma húsgögn eða annað slíkt fyrir fólk.“ -,Hm — ekki sem verst. Þarna er kann- s ;i nm viðskiptaatriði að ræða. — Viljið ne1, taka húsið á leigu? Er það þess vegna, sem þér komuð ?“ „Mig langaði til að ræða málið við yður nanar. gg geri ráð fyrir, að þetta gætu ?r,ðið hagkvæm viðskipti. Hve gamalt er busið ?“ “Ejögurra ára.“ ”9^ a þeim tíma hefur það ekki gefið a sér neinar tekjur ?“ spurði Ogden Pieter. >>Ekki hinar minnstu." ■ En beinlínis kostað útgjöld," hélt Og- en Pieter áfram. „Hvað snertir skatta og slíkt. Sjáið nú til: Við Footsy Mertz erum ekkert auðvald, og við viljum ekki binda okkur bagga sem við vitum að við getum ekki risið undir.“ „Hafið þér kannski tilboð á prjónun- um?“ „Ekki í smáatriðum, en ég gæti hugsað mér, að þér leigðuð okkur húsið í eitt ár,“ svaraði Ogden Pieter, „gegn hundraðshlut- um af hugsanlegum tekjum okkar. Ef við græðum peninga á þessu, þá fáið þér eitt- hvað af því fé aftur, sem bundið er í hús- eigninni. Ef það kemur hins vegar í ljós, að við getum ekkert á fyrirtækinu grætt, þá erum við ekki bundnir af neinni leigu.“ „En rekstrarfé þurfið þið þó að hafa. Hafið þið það?“ spurði Goodrich banka- stjóri. „Við vonumst til að geta látið dagleg viðskipti okkar mæta nauðsynlegum kostn- aði að fyrirtækinu,“ svaraði Ogden Pieter. „En það getur þó aldrei orðið nóg, og ég gæti hugsað mér að fá reikningslán í banka yðar.“ Hr. Goodrich þokaði stól sínum aftur á bak og hló við. „Ungi maður, það er eitt sem yður vant- ar ekki. Ég vil ekki kalla það frekju, það er of sterkt orð . . . Þér komið hingað inn og leggið til, að við göngum í viðskipta- samfélag við yður, — og í viðbót ætlizt þér til þess, að við leggjum fram féð, sem til þarf. Hafið þér nokkurn tíma heyrt talað um hluti eins og öryggi og gætni?“ „Já, að vísu,“ svaraði Ogden Pieter. „Ég get ekki lagt fram neina tryggingu, en hitt veit ég líka, að ef við Footsy tækjum ein- hvern tíma að láni svo mikið sem einn dal, þá myndum við borga hann aftur, jafn- vel þótt það kostaði okkur ævilangan þræl- dóm að gera það. Það er öll sú trygging, sem ég get boðið yður eins og sakir standa.“ „Ég hef heyrt um lakari tryggingar,“ sagði hr. Goodrich. „En nú skal ég segja yður eitt. Ég vona að yður sé það ljóst, að ef þér getið ekki framkvæmt flutning- inn fyrir Hótel Lenox á þann hátt, sern þér hafið lofað, þá verðið þér til athlægis fyrir allan bæinn, — þar sem það myndi aftur á móti verða yður til mikillar frægð- ilisblaðið 253

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.