Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 31
>.Ég veit ekki, hvað Hoppy er að gera
kér í bænum,“ mælti Peggy. „En það er
eitthvert makk á honum og Bronson. Og
% veit, að hann hefur meðferðis hóp af
kraftajötnum, sem langar til að jafna um
yið yður. — Ætlunin er að sleppa þessum
Jötnum lausum nóttina sem þið eigið að
fiytja hótelinnbúið og eyðileggja allt fyrir
ykkur.“
,,Eigið þér við, að þetta séu ótíndir
Slæpamenn ?“
,,Já — einmitt það,“ svaraði Peggy. —
„Þeir eiga einkum að veitast að yður sjálf-
Uni, Pieter. Þeir sögðu, að ef hægt væri að
ryðja yður úr vegi, væri enginn vandi að
ráða niðurlögum Footsys, — ofsi hans
^yndi lægjast um leið.“
„Því býst ég líka við,“ sagði amman.
„Og Footsy þarf einhvern til að stjórna
sér.“
„Allavega,“ sagði Peggy, „þá er ætlunin
9-ð leyfa yður ekki að flytja hótelið, hvorki
a einni nóttu né heilli viku. Það er skipun
öagsins. Og nú fer ég heim til að sofa
út.“
„Ég þakka fyrir, Peggy,“ sagði Ogden
^ieter og sendi henni aðdáunaraugnaráð.
Andartak langaði hann til að taka utan
Urn þennan grannvaxna líkama, þessa glað-
iyndu og þó alvarlegu stúlku, og þrýsta
henni að sér — en það var eitthvað sem
kélt aftur af honum.
„Það myndi ekki vera sérlega þægilegt
fyrir yður,“ sagði amman, ,,ef Bronson og
^nn hans vissu, að þér hefðuð sagt okk-
Ur allt þetta.“
„Hoppy er fyrirfram á móti mér,“ svar-
aði Peggy. „Það er öruggt. mál. Ef ég skyldi
hverfa einn góðan veðurdag og ekki finn-
ast> þá spyrjið Hoppy hvar ég er niður
komin.“ Svo var hún horfin út um dyrnar,
aðitr en Ogden Pieter hugkvæmdist að
Segja nokkuð frekar.
„Ég fer í lögregluna og segi henni allt
at létta! “ hálfhrópaði Ogden Pieter þegar
hún var farin.
„Já, gerið það, — gerið það bara,“ gegndi
arnman með nístandi kaldhæðni í röddinni.
"Holtsman lögreglustjóri hefur ekki of
^rgt til að skemmta sér við. Þér mvnduð
Veita honum gleðiríka.n dag. En hugsazt
getur, að hann bíði með að skella upp úr,
þangað til þér hafið snúið í hann bakinu.“
Að loknum morgunverði fékk Ogden
Pieter tóm til að koma við í ráðhúsinu,
þar sem lögreglan hafði bækistöð sína.
Hann fór fram á viðtal við Holtsman og
var vísað inn til lögreglustjórans, hávax-
ins og feitlagins manns. Hann gjóaði aug-
unum upp á Ogden Pieter.
„Nafn mitt er Van,“ sagði Ogden Pieter.
„Ég er í samfélagi við Footsy Mertz. Við
rekum saman flutningafyrirtæki.“
„Ég hef heyrt yðar getið,“ svaraði Holts-
man.
Við höfum undirritað samning um að
sjá um flutninginn á innbúi Hótel Lenox,“
sagði Ogden Pieter.
„Heyrt hef ég það,“ sagði Holtsman.
„Ég er hingað kominn til að fara fram
á vernd lögreglunnar meðan á þeim flutn-
ingi stendur,“ sagði Ogden Pieter.
„Gegn hverju?“ spurði Holtsman.
„Gegn nokkrum utanbæjar-glæpamönn-
um, sem hafa verið leigðir til að leggja
hindrun í veg okkar,“ svaraði Ogden
Pieter.
„Hverjir hafa leigt þá?“ spurði Holts-
man.
„Nelson Bronson.“
„Heyrt hef ég hann nefndan,“ sagði
Holtsman, og þvkkar varir hans gliðnðu í
óræðu brosi.
„Það er einmitt. En megum við gera ráð
fyrir vernd ykkar?“
„Allri þeirri vernd, sem þér þarfnizt,“
svaraði Holtsman. „Við höfum lögreglulið
hér í bænum. Það er vopnað. Ef lögreglu-
þjónarnir verða varir við óeirðir eða eitt-
hvað slíkt á götunum, þá grípa þeir inn í.“
„Það verður varla um að ræða venju-
legar götuóeirðir."
„Ja, þér segið það . . . “
„Ég fer fram á, að lögregluþjónarnir
verði látnir fylgja sérhverjum flutninga-
bíl,“ sagði Ogden Pieter.
„Lögregluþjónarnir hafa nú annað að
gera en fara í skemmtiferðir í vöruflutn-
ingabílum,“ svaraði Holtsman.
„Þá virðist það ekki fjarri lagi, sem ég
heyri sagt úti í bæ,“ sagði þá Ogden
E IMI LI S B L A Ð I Ð
251