Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 39
_>'Eigum við ekki að fleygja þessum hræðilegu hálsbindum, sem Elvíra frænka gaf okkur í jóla- gjöf? Hvað finnst þér, Palli?“ „Mín vegna má það, Ealli, þvi að ég mun aldrei setja upp þessi hlægi- }sgu bindi!“ — „Gott, þá fleygjum við þeim á ösku- uauginn. Verið þið sæl, þetta var stuttur félags- skapur,“ segir Kalli rogginn og lætur kommóðu- skúffuna þjóta með. Hann er varla kominn aftur lnr> 1 stofuna, þegar Palli hrópar: „Elvíra frœnka er aS koma í heimsókn!" — „Æ, æ,“ geispar Kalli. — Skelfingu lostnir hendast birnirnir út og sækja bindin, inn aftur og fram fyrir spegilinn, hnýta þau, bursta fötin, þvo hendurnar, hreinsa negl- urnar, greiða sér . . . og þeim heppnaðist að dubba sig upp. — „Góðan dag, kæri Kalli og Palli,“ segir Elvira frænka, „það gleður mig að sjá að þið kunnið að meta jólagjöfina mína!“ — Og þarna standa þeir Kalli og Palli með sætu brosi á vör- um, því að þeir bera mikla virðingu fyrir Elvíru frænku. Það er jólakvöld hjá Kalla og Palla — þar er Jolatré með mörgum logandi jólakertum og jóla- krauti í stofunní og sungnir eru jólasálmar, sem lnr taka undir. Á eftir fá þeir jólasælgæti eins 2 þeir vilja. — „Heyrðu, Kalli“, segir Palli, þegar ann ætlar að fara að byrja á stórum sleiki- _rJóstsykri, „finnst þér ekki skömm að því að ata veslings snjókarlinn standa þarna einan úti kuldanum og myrkrinu?" — „Jú, Palli, við skul- m strax fara og bera hann hingað inn í hlýj- una, veslings gamla snjókariinn!" — „nann er að verða kvefaður og það rennur úr nefinu á honum!“ fullyrðir Palli, „ég held ég verði að bæta kolum á eldinn!“ — En þá tekur snjókarlinn að bráðna og innan skamms er ekki meira eftir af honum en kústurinn og beiglaði hatturinn. „En þessi vanþakkláti karl,“ þrumaði Kalli móðgaður, „að liggja þarna á gólfinu og væta það allt fyrir okkur!“

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.