Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 10
Keisaraleg ráðgáta Alexander I. Rússakeisari dró sig í hlé frá heiminum og liföi sem einbúi i Síberíu. Þegar Versalafriðurinn var saminn, voru örlög Evrópu og útlit Hennar á landakort- inu ráðin af hópi misjafnlega útsmoginna stjórnmálamanna. Rúmum hundrað árum áður hafði mjög svipað átt sér stað. Eftir langvarandi Napóleonsstyrjaldirnar komu hofmóðugir furstar landanna saman í Vín- arborg árið 1814, til þess að skipta á milli sín reitum landabréfsins. Atkvæðamestur maður á þeim fundi — og jafnvel sá slyng- asti — var Alexander I., hinn voldugi Rússakeisari. Hann var trúarlegur sveim- hugi að eðlisfari og gerðist stofnandi Hins heilaga bandalags, trúarlegs ,,sambands“ þjóðhöfðingja, sem átti að stuðla að bræðralagi og kærleika þjóða í milli — en í raunveruleikanum var grundvöllun þessa bandalags ekki annað en endurvakning hinnar miklu andstöðu gegn hverskyns sjálfstæðishreyfingum, sem rutt höfðu Napóleon braut. Trúarleg tilhneiging Alexanders til hverskyns dulúðar birtist einatt á furðu- legasta hátt, og sennilega er þar einnig að finna skýringuna á þeirri dul, sem hvíl- ir yfir minningu iians enn í dag. Sagnfræðingar segja, að Alexander hafi látizt í nóvembermánuði 1825, í Taganrog í Suður-Rússlandi; þjóðsagan segir hins- vegar, að keisarinn hafi alls ekki látizt þá, heldur horfið til Síberíu til að lifa þar lífi einsetumannsins, og látið lík óþekkts hermanns hvíla í hinni verðmætu stein- líkkistu sinni. Ef hann hefði sagt af sér keisaradómi á venjulegan hátt, myndi hann aldrei hafa öðlazt þann frið, sem sál hans leitaði. Af þeim sökum er sagt hann hafi orðið að undirbúa ,,dauða“ sinn með þessu móti. Sagt er, að fram til ársins 1866 hafi hann hafzt við í greifadæminu Tobolsk sem einsetumaðurinn Fedor Kusmitch. — Stöku sinnum tók hann á móti fólki úr keisarafjölskyldunni, og hefur sá orðróm- ur orðið til að blása lífi í þjóðsöguna, ef um nokkra þjóðsögu er yfirleitt að ræða í þessu sambandi. Síðustu árin fyrir byltinguna í Rúss- landi var mikið rætt um þessa sögu og stóð keisarafjölskyldan sjálf ekki hvað sízt fyrir því að endurvekja hana. En ráð- stjórnin gerði einnig sitt til, því að árið 1927 var ákveðið að opna líkkistur allra keisaranna í viðurvist fjölda vitna. Stór- vaxinn og smurður líkami Péturs mikla vakti undrun allra, bæði sökum stærðar sinnar og þess, hve vel hann var varðveitt- ur. Úr líkkistu Katrínar II. var tekið mikið magn af skartgripum, en steinkista Alex- anders I. var — tóm. Þá hófst umtalið á nýjan leik. Úr því að Alexander I. var ekki þarna, hlaut hann að vera annars staðar niðurkominn, og þá sennilega þar sem hann hafði síðast dvalið. En hvers vegna var þá ekki lík óþekkta hermannsins í steinkistunni ? Nýr þáttur þessa dularfulla máls hófst fyrir tæpum 40 árum. Þekktur rússneskur sagnfræðingur reit um það leyti eftirfar- andi: Árið 1928 lézt í Hungerburg, skammt frá Narva í Eistlandi, níræður öldungur, Victor Basilevski að nafni, sem áður hafði verið einn af auðugustu mönnum Rúss- lands. Dagbók sú, sem hann lætur eftir sig> > veitir ýmsar upplýsingar til lausnar gát- unni um tómu steinkistuna. Dagbókin skýrir frá því, að maður nokk- ur, Kromov að nafni, sem leigt hafði bú- stað í Síberíu af Basilevski, hefði dag nokkurn komið til hans þeirra erinda að létta af hjarta sínu miklu „ríkisleyndar- máli“. Örskammt þaðan sem Kromov bjo> hafðist við 'í mörg ár hinn grandvari eú1' setumaður Fedor Kusmitch, sem álitinu var nánast heilagur maður af fólki í her- 230 HEIMILISBLAÐI5

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.