Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 30
ur hlýtur að vera ljóst, að þið getið ekki
framkvæmt þetta. Þið getið ekki flutt bú-
slóð hótelsins á einni nóttu.“
„Það halda piltarnir samt, að þeir geti,“
sagði amman.
,,En ég þekki slíka framkvæmd út í
æsar, og ég veit, að þeir valda þessu ekki,“
sagði Bronson.
„Nú er eftir að vita, hverjum maður á
að trúa,“ sagði amman.
„Verið hyggin og trúið því, sem ég segi,“
svaraði Bronson. „Því að eitt get ég sagt
yður: ég leyfi aldrei, að þetta verði gert.“
Amma gamla kinkaði kolli. Augu henn-
ar grátbáðu Footsy um að segja ekki orð.
„Þér ætlið kannski að grípa fram fyrir
hendur okkar?“ spurði hún.
„Ég er hræddur um, að við neyðumst
til þess,“ svaraði Bx’onson. „Ég vil helzt,
að friðurinn ríki. Ég býðst til þess, að við
tökum við verkefninu, en leyfum ykkur
að halda ágóðanum. Ég vinn verkið. Þið
fáið peningana.“
„Piltarnir ættu þá með öðrum orðum að
samþykkja, að þeir geti ekki valdið verk-
efninu,“. sagði amman, „heldur þyrftu að
leita aðstoðar ACME tií þess að koma því
í kring. Þá mynduð það verða. þér, sem
hlytuð alla auglýsinguna.“
„Já, það má segja, að þannig sé málið
í hnotskurn,“ svaraði Bronson.
„Ekki vænti ég það megi bjóða yður
eplaköku?“ spurði amman gestiisin. „Og
kaffibolla? Þá getum við talað betur sam-
an. Við getum rabbað um stjórnmál — eða
eitthvað sem þér hafið framkvæmt — og
á.tt ánægjulega stund saman.“
„Það eina, sein ég vil ræða um, er þetta
starf fyrir hótelið,“ sagði Bi’onson.
„Við erum alveg búin að ræða það mál
til enda,“ svaraði amman vingjarnlega. —
„Við höfum lagt það niður fyrir okkur og
rætt það út í æsar, svo að þess er engin
frekari þörf. — Ég hef heyrt að Nellie
Willis sé á leiðinni að eignast barn.“
„Haldið þér, að þér hafið skilið mig full-
komlega?“ spurði rxú Bronson.
„Þér sjáið alltaf til þess, að maður skilji
yður. — En þetta er fjarska ljúffeng epla-
kaka, Nelson. Hún hefur heppnazt einstak-
lega vel.“
„Nei, þakk fyrir, frú Mertz. Ég held
leiðar minnar. Mér þykir leitt, að við skul-
um ekki komast til sameiginlegs skilnings
á málinu.“
„Verið nú skynsamur, Nelson, og verið
ekki að hafa óþarfa áhyggjur,“ sagði amm-
an um leið og hann gekk í átt til dyranna.
Footsy stóð á fætur til að fylgja honum
út. „Amma mín er búin að segja yður í
kvöld það sem segja þarf,“ sagði hann við
Bronson. „I kvöld er það hún, sem ræður.
Það er líka henni að þakka, að þér stand-
ið í lappirnar þegar þér komið út fyrir
dyrnar, en lendið ekki á hausnum. Munið
það samt, að hún er ekki alltaf viðstödd til
að leiða málin þannig til lykta.“
„Nei, það þykist ég líka vita,“ svaraði
Bronson með áherzlu.
„Jæja, en hvað getur hann gert?“ spurði
Ogden Pieter, þegar Bronson var farinn.
„Ekki þorir hann að skipta sér af þessu
þegar við erum byrjaðir á verkinu. Það
myndi brjóta fullkomlega í bága við lög-
Lögreglan myndi grípa fram í og vernda
okkur við heiðarlegt brauðstrit okkar.“
„Hann er að tala um lögregluna,“ sagði
Footsy og glotti hæðnislega.
„Ég er ekki orðin heyrnarlaus,“ gegndi
amman. „Nelson hefur mikið að segja hjá
lögreglustjóranum,“ bætti hún við og leit
til Ogden Pieters, og orð hennar féllu á
þá lund sem hún væri að tala við örlítið
tornæman skóladreng.
Þegar Ogden Pieter kom niður til morg-
unverðar næsta dag sá hann hvar Peggy
Fogarty sat við borðið.
„Nú er bezt fyrir yður að gefast upp
þegar í stað, Pieter,“ sagði amma gamla
dularfull. „Þegar ung stúlka fer svona árla
á fætur til að heimsækja vissan mann, þá
liggur ekki annað fyrir en gefast upp.“
„Bronson var í Páfuglinum í gærkvöldi
ásamt Hoppy,“ sagði Peggy.
„Komu þeir nokkuð óviðkunnanlega
fram við yður ?“ spurði Ogden Pieter.
„Ekki svo, að ég þyrfti að mótmæla,“
svaraði unga stúlkan. „Þeir töluðu um yð-
ur og Footsy.“
„Hvað sögðu þeir?“
250
HEIMILISBLAÐIÐ