Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 16
píslarvættisdauðann? Nei, það get ég ekki. Vilji Guð minn, að ég lifi, er það á hans valdi að frelsa mig. En vilji hann, að ég sanni með dauða mínum, að ég elski hann, þá verði hans vilji! Ég get einnig dáið fyrir hann, sem dó fyrir mig. Hann er þess áreiðanlega maklegur.“ „Vertu nú ekki flón, Damaris. Steyptu ekki sjálfri þér út í dauðann. Hugsaðu um foreldra þína, um Lysias!“ sagði Kládía í bænarrómi. „Guð minn mun hugga þau!“ svaraði Damaris með tárin í augunum. „Ég var hikandi. En nú er baráttan afstaðin. Ég þakka þér, Kládía, og Sulpiciusi fyrir um- hyggju ykkar fyrir mér. Guð minn launi ykkur fyrir það, sem þið hafið gert fyrir mig.“ Fangavörðurinn opnaði dyrnar. Síðustu faðmlögin — síðasti kossinn — og Damar- is var aftur ein. Margar hugsanir bjuggu í huga Kládíu á heimleiðinni. Orð vinkonu hennar fylgdu henni: „Ég get einnig dáið fyrir hann, sem dó fyrir mig. Hann er þess áreiðanlega maklegur.“ Hvaða undarlegi máttur var það, sem batt þessa kristnu menn við hinn krossfesta meistara þeirra? — Þúsundir þeirra gengu fúslega út í dauðann fyrir hann. Hafði nokkurn tíma sézt maður, sem var fús til þess að deyja fyrir Júpíter eða Appollo? Hversu ólíkur var Jesús þessum dauðu guðum! Hver' gat skilið þennan kær- leika? Með hverjum degi sem leið, fannst Kládíu í hjarta sínu, að hún laðaðist æ nær honum, sem Damaris vildi deyja fyrir. Það rann æ skýrar upp fyrir henni, að hann hlaut að vera Guðs sonur, frelsari syndara. — Appolloleikirnir áttu að fara fram í Róm. Öll borgin var á hreyfingu. — Þúsundir manna streymdu frá nærsveitunum til höf- uðboi'garinnar. Allir streymdu til Circus Maximus. Ótal sæti hækka í bogadregn- um hjöllum upp frá hringleikasviðinu. Þau eru þegar setin, og stöðugt streymir fleira fólk að. Sætin næst leiksviðinu eru ætluð valdsmönnunum, prestunum, Vestu- meyjunum og öldungaráðsmönnunum. — Meðal þeirra síðastnefndu eru líka Sulpi- cius öldungaráðsmaður og Kládía. Það er auðsjáanlega ekki áhugi á leik- sýningum, sem knúið hefur Kládíu þang- að. Hún starir föl í bragði og hugsandi nið- ur á leiksviðið. Damaris á að deyja í dag fyrir villidýrunum. „Sulpicius, mig hryllir við því, sem fram á að fara í dag,“ hvíslar hún lágróma. — „Hvernig geta menn haft ánægju af því- líku. Ég fyrirverð mig nær því fyrir að vera hér. En ég verð að fá að sjá hana einu sinni enn!“ Lúðrarnir voru þeyttir. Fólkið rak upp fagnaðaróp. Nú hófst kappaksturinn. Fjórir tvíhjólaðir léttivagnar, hver með fjóra hesta fyrir, komu út á skeiðvöllinn. Þeir þutu af stað. Fólkið fylgdist með þeim í ofvæni og æsing. Nokkrir héldu fram, að þessi mundi sigra, aðrir að hinn mundi gera það. Sjö sinnum brunuðu vagn- arnir eftir brautinni. Svo var pálmasveig- urinn afhentur sigurvegaranum. Hvert hlaupið tók við af öðru. Spenningur fólks- ins jókst. En hugsanir Kládíu voru ann- ars staðar. Hún var í anda hjá kristna fólkinu, sem var nú eflaust að styrkja sig í bæn fyrir hina þungu göngu. — Og ósjálfrátt stigu bænir upp frá hjarta henn- ar, þó ekki framar til hjáguða Rómaborg- ar, heldur til hins lifandi Guðs hinna kristnu. Kappakstrinum var lokið. Eftir merki frá höfuðverðinum opnuðust skyndilega, í einu vetfangi, búrin, þar sem villidýrin voru innilokuð. Þau réðust hvert á annað, ýlfrandi af ofsa. Það var hryllilegt á að horfa. Þarna sundurtætti ljón og tígris- dýr hvort annað. Þarna þeytti fíll flekkj- óttu pardusdýri upp í loftið, og það lá á jörðinni með brotin rifbein. Á öðrum stað rak æðisgengið naut horn sín í hlébarða. — Kládía sneri sér undan með hryllingi- En brátt hrifust augu hennar að nýju af því, sem fram fór fyrir neðan. Þarna gekk hópur karla og kvenna inn á leiksviðið. Það sást strax, að þetta voru ekki skylmingamenn. Allir vissu, að þetta voru lærisveinar hins krossfesta. Kládía starði á litla hópinn, sem gekk áfram í átt- ina til þess staðar, þar sem hún sat. Da- 236 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.