Í uppnámi - 20.03.1901, Page 23

Í uppnámi - 20.03.1901, Page 23
31 Úr skákríki voru. Það væri mjög fróðlegt að fá eitthvað að heyra frá eldri mönnum um skáktaflið á Islandi á siðastliðinni öld eða yiirhöfuð eitthvað úr sögu þess i þeirra tíð eða feðra þeirra og forfeðra, ef einhver kann söguna svo langt aptur í tímann. Frá einum hinum bezta taflmanni á íslandi, Þorvaldi Jónssynx, lækni á Isafirði, höfum vér fengið ýmsar upplýsingar, og birtum vér hér útdratt úr bréfi frá honum dags. 15. júlí f. á: “Um árið 1850 fór eg að fást við skák, og kynntist eg helztu skák- mönnum i Reykjavik þar til 1863, að eg fluttist hingað vestur. A þessu tímabili ruddu hinar útlendu skákreglur sér til rúms hjá flestum, og skák var þá talsvert iðkuð í Reykjavik, bæði meðal eldri og yngri, einkum stúdenta og skólapilta i húsi föður mins, Jóns málaflutningsmanns Guð- mundssonar, þar sem margir þeirra voru daglegir gestir. Beztir skákmenn i þá tið voru taldir í Reykjavik þeir bræður Pétur biskup og Jón yfir- dómari Péturssynir og consúl Smith. En beztur allra íslenzkra skákmanna var að minni reynzlu Stefán Thórdersen, sá er dó sem prestur í Vestmanna- eyjum 1889. Mjög litið held eg hafi verið til af útlendum skákbókum í Reykjavik eða hér á landi um þessar mundir. Hinar nýrri skákreglur held eg hafi flutzt. hingað smámsaman með íslenzkum stúdentum frá Kaupmannahöfn, og held eg mig hafa átt talsverðan þátt í að útbreiða þær, bæði í Reykjavík og hér vestra, og eins hin ‘opnu spil.’ Gambitar voru áður lítt þekktir, og flest töfl voru Giuoco piano eða’lík töfl. Til skamms tíma held eg jafnvel skákbækur minar hafa verið þær einustu teljandi hér á laudi, auk þeirra, er Landsbókasafnið átti, og sem vist hafa fáar verið. Eg hefi smáinsaman eignast Bilguer's ‘Handbuch,’ 5. útg., P. Morphy’s ‘Games of Chess’ by Löwen- thal, ‘Tidsskrift for Skak’ 1895—1898, auk nokkurra kennslubóka danskra og sænskra, er eg hefi gefið ýmsum yngri mönnum. Þar að auki hefi eg haldið saman skákdálkinum úr National-Tidende i Kaupmannahöfn síðan í júní 1883. Skákþrautir (Skakproblemer) held eg fáa sem enga Islendinga hafa fengizt við að búa til, og þykist viss um, að engar slikar hafi birzt á prenti. Skák- þrautir ‘Fjallkonunnar’ (1888) held eg vera eptir útlendum blöðum. Eigi er mér heldur kunnugt um, að neinn Islendiugur liafi fengizt við ‘Blindspil’ annar en sira Stefán Thórdersen, er einu sinni mér vitanlega tefldi án þess að hafa fyrir sér skáktafl. Það hefir til þessa verið mjög sjaldgæft, að leikir islenzkra teflenda hafi verið skrifaðir upp jafnóðum. Veit eg þess að eins dæmi hér á Isafirði nokkrum sinnuin milli mín og Helga gullsmiðs Sigurgeirssonar, og er eitt af þeim töflum prentað i skákdálkinum i National-Tidende 26. mai 1893 af tilviljun. Ut af fyrirspurn frá mér um einn leik í Muzio-gambit eptir Bilguer’s ‘Handbuch,’ komst eg í bréfaskriptir við einn meðlim úr ‘Kjöben-

x

Í uppnámi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.