Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 2
2 6
H Ii I M I R
UM
HJÁTRÚ OG FJÖLKYNGI
UPPRUNA ÞESS OG ÚTJ3REIÐSLU
EFTIK
Stefán Sigfússon.
HjÁTRÓ CG FJÖLKYNGI MEÐAL VILLTRA þjÓÐA.
Þótt Kaldear, Babýloníumenn og Egyptar megi beita vorar
íyrstu sögulegu þjóðir, og hjátrú og fjölkyngi eigi þannig til
þeirra uppruna sinn að rekja, þá er þa‘ð eigi þar meö sagt, að
þessir hlutir sé eigi eldri í heiminum. Þegar vér höfnm fyrst
söguleg kynni af þessum þjóðum frá því 4,000 árum fyrir tíma-
tal vort, þá hafa þær þegar mjTidað stór og voldug ríki. Þær
eru þá löngu horfnar af barnæskuskeiði, svo að frásagnirnar gefa
oss enga grein eða dæmi þess, hversu trú og hjátrú hefir verið
varið meðal hinna öndverðlegustn þjóða. Vér verðum því aö
snúa oss aðra leið, en til þeirra, er vér ætlum að leita oss upp-
lýsinga um frumlegustu siði og háttu marmkynsins— þaö er við-
jafnaðar eða samjafnaðarleiöin, er fara verður. Vér verðum að
snúa oss til þeirra villiþjóða, sem vér nú þekkjum (t. d. Græn-
lendinga, Rauðskinna í N. Ameríku, ýmsra svertingja þjóða í
Afríku og enda þjóðfiokkanna í Noröur-Síberíu), og viöjafna svo
frá þeim til hinna villtu þjóða, er áöur voru uppi og vér engar
sögur höfum um. En nú er svo fjarri, að þessar þjóðir sé á
nokkru brávillustigi, að þvert á móti hafa þær náð eins konar
menningarstigi, er rétt er álitið. En hvað um það, hjátrú þeirra
hindurvitni og fjölkyngi má telja hið frumlegasta, er vér höfum
að halda oss til í þessum efnum, ogað líkindum mjög lííið breytt
frá því á fornöld þeirra, og til þess verður því að halda sér.
Út í lýsing trúar og hjátrúar siða þessara þjóða hverrar fyrir
sig verður ekki fariö, en ef dregnir eru fram höfuðdrættirnir hjá
þeim sameiginlega, má segja þegar, að öll trúarbrögð þeirra sem
annara skrælingjaþjóða um alla fornöld er einhvers konar sál-
dýrkun (animism). Þær tilbáðu blátt áfrain anda foríeðra sinna
framliðinna, líkt og villiþjóðir sumar gjöra nú. Þær þekktu ekki