Heimir - 01.02.1905, Side 5

Heimir - 01.02.1905, Side 5
H E I M I R 29 ann, eöa verjast þarf fjandmannaflokkum, þá er maöur valinn, er sérstaklega er hæfur, og verður hann nokkurs konar meöal- göngumaöur milli þeirra og guöanna. Hann einn getur fariö meö allar þær töfralistir er tilþurfa, að ná fultingi og hjálp guð- anna. Slíkir meðalgangarar, prestar töframenn o. s. frv. eru til meðal nálega allra viiltra þjóöflokka, og heita þá ýmsum nöfn- um. Síberíu skrælingjar nefna þá Schamana, rauðskinnar lyfja- menn, Zuluar í Suðurálfu Isi-nyanga o. s. frv. Allstaðar liafa þessir menn svipað embætti og svipaðan • starfa, „búa til regn", lækna, spá, „leita frétta", seiða sigur að höfðingjum o. s. frv. Þeir eru í einu orði fullkomnir töframeistarar, og eru í miklum metum hjá þjóðflokkum sínum. Eiginlegir lyfja og töframenn verða engir nema eftir tals- verðan undirbúning og svo einskonar vígslu, er hinir elztu og sérílagi uppgjafa lyfjamenn þjóðflokksins hafa á hendi. Ókunn- ugt er það, hvað þeim eiginlega er kennt, en vænta má, að það sé ýms töfrabrögð og særingaformúlur. Stórkostleg hátíðahöld eru samfara vígslu lyfjamannsins, og oft eru margir vígðir senn, og er dansinn þar þýðingarmestur, sem jafnan er meðal villtra þjóða. Undirbúningur vígslunnar er fólginn í föstuhaldi nokkra daga á undan, og eru þeir þá gjörðir hluttakandi í öllum leynd- ardómum hinna eldri. Sumstaðar eru þeir látnir komast í ákaf- lega svitahæð, reyktir með lyfjagrösum o. s. frv., og fer þetta allt fram á undan dansinum. Að lokum fær hinn nývígði hinn svonefnda „lyfjapung" saumaðan úr dýraskinnum. Kennir þar 1 margra grasa, ýmsra gersima úr þrem ríkjum náttúrunnar.— Lyfjasteinn er og látinn upp í hinn nývígða, og er hann þá full- komlega tekinn upp í bræðrafélagið. Það þarf eigi að taka fram, að það er hjátrúin og taumlaust hrgsmíðaflug, er mestu ræður hér um. Meöal annars trúa þeir, aö til sé hið svonefnda „lyfjadjV', stærra og minna, og hafa þeir inyndir af því. Til þessa svarar hjá siðlausum Suðurálfubúum „hin mikla eldslanga". Venjulega hafa duglegir lyfjamenn út- vegað sér eitt eða svo bein úr þessu kyngidýri í lyfjaskrepp sinn, og reglan er að týna saman í hann það, sem hvorki töframað- urinn né aðrir bera qokkur kennsl á. Þannig sýndi einn lyfja-

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.