Heimir - 01.02.1905, Blaðsíða 3
H E1 M IR
27
aSra guöi, og oftast mun hafa íiðið langt skeið, áöur en virkileg
náttúrudýrkun byrjaöi, er menn tóku að eigna náttúruöflunum
guödómlega eiginlegleika og hefja þau í goðatölu.
Annars mun mannkynið á fyrstu stigum sínum hafa alls
enga dýrkun haft, en ekki vitum vér, hve lengi þaö hefir varað,
en til samjafnaðar eru Australíu-negrarnir. Er Norðurálfumenn
þekktu þá fyrst. dýrkuðu þeir þá a’lls ekkert*, enda þykja þeir
að andlegri þroskun tii standa allra þjóða iægst. Enn er trú
þeirra hin einfaldasta sáldý'rkun. Þeir trúa að sáiir hinna fram-
liðnu reiki fyrst nokkra hríð um jörðina, fari svo tii skýjanna og
taki sér þar samastað.
Flestar aðrar siðiausar þjóðir standa ólíkt framar en Austr-
alíu-negrarnir. Bæöi hjá svertingjum Suðuráifunnar og rauð-
skinnum Vesturheims má gjöra greinarmun á eiginlegum trúar-
brögðum og hjátrú. Venjulegast er það hinn „mikli andi", er
þeir trúa á. Þó er f jarri, að þessi „mikli andi" sé eiginlega nokk-
ur guð, að minnsta kosti tilbiðja þeir hann ekki; það játa þeir
sjálfir. En þeir segjast ákaila og tilbiðja anda forfeöra sinna
einna, hvenær sem þeir þykjast hjálparvana, og þeir biðja þá
líka um allt mögulegt, án þess að snúa sér til nokkurs eins af
þeim.
Hinn mikli andi þeirra er heldur ekki skapari heimsins, en
á himnum er hann þó, og virðist sein þeir skoði hann sem „ör-
lögin". Trúin á tilveru hans hindrar þá ekki frá því, að hafa
fjölda guöa, en sem þeir þó sjaldnast ákalla, utan hernaðarguð-
ina, þá þeir leggja til bardaga, en þá eru þeir líka ákallaðir á-
sarnt öndum hraustra forfeðra, og er því samfara dans og önnur
nrikil hátíöahöld.
Dýrkun þjóða þessara er því sálnadýrkun og hefir að lík-
indum veriö svo'frá aldaöðli, þótt nú síðst sé hún samfara til-
beiðslu náttúruafianna. Andarnir eru allstaðar. Þeir gjöra gott
og iilt eftir geöþekkni sinni, þeir verða því að dýrkast. Dýrk-
*) Óvíst er, þótt þeir hefði haft einhverja trúarmeðvitund, að
Evrópuinenn hefði orðið þess áskynja, fyr en þeir fóru að
kynnast þeim, og því ekki vel traust að byggja á þannig lag-
aðri sögusögn. Flestir munu telja átrúnað í einhverri mynd
manninum jafngamlan. Ritstj.