Heimir - 01.02.1905, Side 17
H EIM I R
4*
skoSanir flytti, en ef þaö væri lesiö, þá mætti ekki dæma eftic
efninu, heldur andanum, sem í því væri fóiginn. Sem vörn
væri oft gott ráö aö tafa viö mótstööumemiina meö skyn-
s e m i og sýna þeim fram á óskynsemina í oröum þeirra. Þetta
ætti þó aidrei aö gjörast á mannamótum o p i n b e r 1 e g a, held-
ur þegar menn væri tveir og tveir saman, .í leyni. Ef ekki væri
gott aö þegja meö vondri samvizku, þá væri og heldur ekki gott
að tala meö vondri samvizku, enda fannst honum hann ekki
geta svaraö biaöagreinum, því menn væri svo sljófir að veita
sannleikanum eftirtekt. Einlægnin og bróðurhugurinn og sann-
leiksástin í aliri framkomu væri drjúgasta svarið.
Frú Bjarnason hélt þá ail langa ræöu, er húrt sagöi aö aöal-
lega væri töluð til kvennanna. Spursmáliö er hún viídi hreyfa
væri, hvað konurnar ætti aö gjöra, er kristindóms fjendur kæmi
heim í húsin tii þeirra, til að sá þar sínu fjandskapar sæði. Ein
rnerk safnaöarkona hennar hafði nýskeð oröið fyrir einni slíkri
heimsókn, og verið spurð spjörunum úr um trú sína af þessum
vantrúarmanni, en svarað þá til einhverri heimsku, eins og geng-
ur, er hinn hafði hlegið að, og hún orðið sér þannig til skamm-
ar. Það sem frúin áleit að konurnar ætti að gjöra væri, að segja
þessum gestum að þegja, en hætta sér ekki út f viðræður við þá,
og vildi þeir ekki þekkjast það, þá að taka börnin og hlaupa út
með þau, út í frostið og vetrarhörkuna, og flýja húsiti unz áreið-
anlegt væri, að óvinirnir væri farnir. Hún kvað mikil brögð að
þessum heimsóknum, og þær væri mikið skaölegar og hættuleg-
ar fyrir blessuð börnin. I alla staði væri þögnin affarasælust og
lagöi hún því til, að fólk skyldi þegja, og skipa óvinunum að
þegja líka.
Reis þá Vilhelm Pálsson úr seti og lýsti því yfir, að menn
ætti að bera sig ögn karlmannlegar. Honum fannst Magnús
bróðir sinn barma sér helzt um of yfir ofsóknunum. Deilurnar
væri í alla staði mannúðarfyllri og sanngjarnari en áður hefði
verið. Þó fannst honum ástæöa til að íhuga þetta mál, og til
væri enn þá mjög hatursfullar árásir í garð lútherskra manna,
þótt ekki væri annað en „tíundarskyldu grein" Hkr., þar sem
„Heimskringlu-maðurinn" væri auðsjáanlega að ráðast á kristin-
dórninn. Svo væri og „Eimreiðar" greinin áminnsta, og í þriðja