Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 6

Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 6
.30 H E I M I R maður allra kröftugasta rnuninn í töfrasekk sínum, og reyndist þá, að þetta var eirnagli. Speki sín og töframáttur, er þeir sjálfir trúa á, ætla J)eir að sér sé komin frá guðunum. Einkum er „vatnaguðinn" máttug- ur og hjálpsamur. Hann birtist þeim í draumum Jreirra, fræðir þá og fyllir fítonsanda. Töfrabumban, sem einatt er brúkuð við dansinn, er hans uppfinnding, eða að minnsta kosti það, hvernig eigi að slá hana til hvers sem vera skal. Þegar J>eir svo bera fram óskir sínar til guðsins, þá trúa þeir, að hann fái eigi staðist það og bænheyri þá, hvort um stórt eða smátt er að gjöra. Töfra og lyfjamenn eru mjög mikils álits meðal fiokks síns, en þó er þeim hætta búin, ef þeiin tekst eigi, aö fá guöina til bænheyrslu. Kunna þeir oftast ráð í lengstu lög. Þannig, ef út- vega skal regn, er oft dregst fyrir þeim, J)á skipa J>eir hátíðahöld með dansi í marga daga, og gengur allt vel á meðan. En sjái lyfjarnaður sitt óvænna, Jrá fiýr hann, og er honuin þá borgið, því sú trú er almenn meðal fólksins, að hann geti gjört sig ó- sýnilegan, breytt sér í dýralíki o. s. frv., og er J)á ekki við hann að eiga framar; er það gras eitt, er Jjeir eiga í pússi sínu, og notað er til þessara hluta. Þegar í stríð skal fara, gjöra þeir líka seyði af jurt þessari og stökkva því á stríðsmennina og vopn Jreirra. Eiga þeir J)á að verða fjandmönnunum ósýnilegir og ekki með neinum vopn- um særðir. Menn þessir eru og læknarnir meðal þjóðflokks síns. Lækn- ingarnar eru fólgnar í þessum sömu töfrabrögðum þeirra. Þeir berja bumbu, hringla skröpum og dansa frammi fyrir Jseitn sjúka Því kröftugri er lækningin sem ærslin eru meiri, unz bæði áhorf- endur og svo hinir sjúku eru frá sér numdir orðnir, því J:>eir trúa að bæði himinn og jörð hlýði þessum töfrabrögðum og særing- um. Eigi er fyrir að taka, að sjúklingnum batni við Joetta, því það er oftsinnis traust hans til læknisins en eigi lyfin, sem bat- ann færa. Leiöandi þráðurinn í öllu J^essu virðist vera sú hugmynd, að ósk með aðstoð guðanna hafi í för með sér uppfylling óskar- innar. Aðalatriðið fyrir lyfjamanninn er J:>að, að gjöra öndunum ljóst, hvers af þeim sé vænst, og svo treystir hann á uppfyllingu

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.