Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 16

Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 16
40 H EI M I R anna, en þá sjaldan aö þaö væri gjört, aö greiöa þá slagiö af öllu afli. Var þá sem á Magn. Pálsson væri bent, því hann reis óðara úr sæti, og stökk fram á gólf. Hann sagði aö árásirnar heföi. vaxiö afskaplega nú um síðustu 12—18 mánuöi, svo ekki tj.áði aö þegja viö þeim lengur. Prestarnir heföi sagt, að vér ætt.um aö læra að þegja, og sagöist hann vel geta trúað, aö þaö yrði haft til sanns meö fund þenna, aö öilum heföi komiö saman um, að bezt væri að þegja. „Arásirnar eru á lúthersku trúna, sem vér höfum 1 æ r t að elska og ætlum oss aö deyja upp á, og þaö hjálpar ekki aö láta þaö gilda þögnina eina." Fyrir sig þyrftí ekki að svara, því hann stæði allvel trúarlega, en þaö væri inn- an safnaðanna menn veikir í trúnni, og þeir þyrfti styrktar með. —Svo væri kristnir menn utan kyrkjunnar, þeir þyrfti frelsunar. Þeir kæmi aldrei til kyrkju, en þaö væri auövitað, aö öllum væri það trúarlegur styrkur aö sækja kyrkju. Þessvegna sagöist hann leggja til, að „óvígðu prestarnir" byrjuðu á missions staríi hér í bæ, og reyndi að ná mönnum saman á trúarsamtalsfundi á sd. kveldin. Það væri hægra, aö fá rnenn þangaö en í kyrkjuna. Þegja kvaðst hann ekki vilja, því kristnir bræöur yrði ekki frels- aöir meö þögninni einni, þar sem óvinaflokkurinn væri jafn skaö- ráöur og mikill og fjölmennur. Sem dæini þess, hvað óvinirnir væri nærgöngulir, væri, að engir rnætti fyrir þeim ugglausir vera Þeir spöruöu ekkert. I lítilsviröingarskyni kölluöu þeir jesú „trésmiðinn frá Nazareth". Þeir bölvuðu trú og hötuöust við réttlætið. Það furöulega áleit ræöumaöur aö væri, að engir yröi fyrir þessu nema Isl., allir aörir væri í friði. Aö Iokuin sagðist hann álíta, að vér ættum aö hafa nógan kraft hér f þessum bæ til þess að taka íyrir alla mótspyrnu og bæla hana gjörsamlega niður--bæöi blöð og menn, er brigzlunum ylli. Síra Kr. Ólafsson talaöi þá nokkur orð og áleit, aö það væri bezt aö halda engri vörn uppi, nema kristindómurinn prédikaö- ist með því móti. „Vér getum ekki sannað kristindóm- inn, enda er hann ekki til þess ætlaður; vér eigum aö eins að íæra oss hann í nyt." Síra Fr. Bergm. reis þá aftur á fætur og sagði, að þegar talað .væri um ritverk, þá væri bezt að lesa ekkert, er andvígar

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.