Heimir - 01.02.1905, Side 15

Heimir - 01.02.1905, Side 15
H E I M I R 39 þegja ogsteinþegja, lifa allt ni'öur, sem sagt væri, og gjöra þaö aö lýgi. Menn ætti ekki aö vera aö halda uppi vörn, en treysta á varnarvegginn, láta hann taka á móti öllum púöurkerl- ingunum, og lofa þeim aö springa þar. Engin lýgi væri tóm lýgi, öl) árás styddist við nokkurn sannleika, en reynslan heföi sýnt, aö ekki væri til nokkurs um það að fást. „Vér höfum lært að þegja nú upp á síðkastið, lifa niður árásirnar og gjöra þær að lýgi. Það er og eina ráðið, því safnaðarfólkinu dettur ekki í hjartans hug, að trúa nokkrum áburði á prestana, því þeir sýna það í lífi sínu, að þeir eru menn, er engin árás bugar." Að því mæltu settist hann niður, og var þá fundurinn kom- inn inn á það stryk, er haidið var, það sem eftir var kvöldsins.— Síra Fr. H. haföi bent á, hversu málið ætti að takast, og Fr. B. hvert ráðið væri að mæta árásunum, og það var með því, að þ e g j a— segja alls ekkert. Síra N. S. Þorláksson tók þá til máls og sagðist heldur hefði kosið, að prestarnir drægi sig í hlé í þessu máli, en safnaðar- inenn —óvígðu prestarnir— léti til sín heyra. Fyrir nokkru síð- an sagði hann að kyrkja þessi hefði brunnið, og þá hefði óvin- irnir sagt: „Kyrkjan hún brennur", og verið glaðir yfir. Það liefði og oft veriö sagt, að kyrkjan brynni, en það yrði seint. Á kyrkjubrunanum hefði söfnuðurinn grrett í andlegum skilningi. Hann hefði orðið trúmeiri og auðmýkst fyrir drottni, enda væri auðmýktin bezti gróðurinn. Þann sanna gróða ættu menn að öðlast vegna árásanna. En svo væri tíini til að tala og tírni til að þegja, en árásunum yrði ekki svarað með tómri þögn. „Vér h'öfum oft sýnt, að vér hefðum betur þagað, en það er ekki gróði aðþegjameð vondri satnvizku ."— „Menn verða að gæta að, hversu þeir standa trúarlega í tilliti til biblíunnar, hvort þeir trúa, að hún sé bókstafiega innblásið guðs orð, og eins að vera ekki í óvissu um Jesús sem eina hellubjargið, sem rnenn fái byggt á, svo að þeir, sem ekki á því byggja, sé glatað- ir eilíflega. Út-frá þessu ber að tala." Þá stóð síra J. Bjarnason á fætur og sagði að eins nokkur orð. Umræöuefni fundarins væri ekki frá sér, og vildi hann því, aö leikmenn ræddi það, því frá þeim hefði það kornið. Hann sagðist geta gefið sitt ráð, og það væri, að slá sjaldan til óvin-

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.