Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 18

Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 18
42 HEI MIR lagi „Heimir", er hann áleit óalandi og óferjandi. „Heimir" sagSi hann vera mjög viðsjárvert rit, er gjörði sér far um að sýn- ast vísindalegt (?) og fræðandi. I alla staöi væri hann margfalt verri en „Dagsbrún" gamla hefði verið, meir eitrandi, mann- skemmandi og siðspillandi. „Dagsbrún" hefði verið í hverju húsi og engum gjört mein, en þetta nýja rit ætti helzt hvergi að líð- ast, og væri það allra skylda, að senda það til baka Og ljá því ekki hús. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa lesið "Heimi". Sem vörn gegn þessum árásum áleit hann hið bezta meðal að þegja, en í þess stað lesa úrvalda kafla úr biblíunni,— „helzt einhverja góða kafla; reyndar eru þeir nú allir góöir, hvar helzt sem er úr biblíunni",— ef menn hefði eitthvað smittast af van- trúarritunum. Síra Fr. Ilallgrímsson sagðist vilja minna menn á áður en fundi væri slitið hér f kvöld, að styrkja ekki, lesa ekki, Ijá ekki hús vantrúarritunum. Það væri siðferðisleg skylda kristinna rnanna, að senda þau til baka til höfunda sinna, „vina minna— óvinanna," og ljá þeim ekki hús. Talaði Jón Bíldfell þá^ nokkur orð, meðan fólk var að búa sig og fara, og var fundi slitið með því. Tjaldbúðarfundnrinn var öllu fáorðari um „óvinina", „árás- irnar" o. s. frv. Að mörgu leyti var hanri meinlaus í garð utan félags manna, þótt sami aumingjaskapurinn kæmi þar fram, að hvorki mátti leyfa ólútherskum mönnum málfrelsi né svara spurningum þeirra, er í alla staði voru kurteisar. Nokkrar hnút- ur flugu þar til Unitara,er fæstar munu hafa hæft, enda var þeim miðað með hálfum huga. I lok fundarins endurtók Fr. Bergm. það, sem kyrkjufélagið hefir margoft áður auglýst, að Unitarar væri ekki „kristnir menn". Þó kom það ekki hjá honum fyr en eftir ítrekaða spurningu í þá átt. Enda var hann búinn að lýsa því yfir áður um kvöldið, að hann vildi gjarna fá „þá, sem efuð- ust um algjörðan innblástur ritningarinnar og jafnvel höfnuðu átrúnaði á þrenningarlærdóminn", til að ganga í söfnuð sinn, og var því ervitt að þurfa að svara þeirri spurningu. Umræðuefni þessa fundar var „Hverja þýöingu hefir það fyrir fólk að tilheyra kristnum söfnuði", og héldu menn sig mjög laust við málefnið, að undanteknum síra B. B. Johnson. Síra

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.