Heimir - 01.02.1905, Síða 14

Heimir - 01.02.1905, Síða 14
38 Ii E I M I R haust. Iiöíund þeirrar greinar kvaöst hann saka um fjandskap gegn kristindóminum, en fríkenna ritstjórann, meö því líka hann heföi gjört afsökun sína fyrir a'ö taka upp þá grein í blaðiö. Tvær sams konar greinar sagöi hann aö birst heföi í blöð- um hér í bænum, er þann eina tilgang heföi haft, að sá fjand- skaparsæðinu. Aö eins áleit hann að svara skyldi árásum þeim, er kæmi * frá mönnum afvegaleiddum og einlægum í sinni trú. vegna þess aö allar slíkar árásir gæti oröiö til þess aö tæla menn burt úr söfnuöunum, en öllum haturs árásum væri bezt aö svara ekki, en leiöa þær alveg hjá sér. Því með því aö svara þeim, væri hætta búin, að kristnir menn leiddist til haturs og syndar. Ekki væri þaö þó svo að skilja, að menn rnætti ekki reið- ast. Því eðlilega reiði hefði Jesús leyft, er hann sagði:— „Elskið óvini yðar, blessið þá sem yður bölva."(?) Um leið og menn fylltist e ð 1 i 1 e g r i reiði ætti þeir og að verða fullir vor- kunnsemi við menn, er þannig léti nota sig sem verkfæri djöf- ulsins, og vorkunsemin ætti aftur að aftra mönnum frá þeirri reiöi, er leiddi til syndar. Með öllurn þessum margvíslegu árásum áleit ræðum., aö guð hefði einn sérstakan og blessunarríkan tilgang— þann, að auka kærleika manna til kristindómsins, samheldni í safnaðar- málum, árvekni í trúarefnum, og svo að æfa menn f kristilegri þolinmæði og auðmýkt. Varð því næst löng þögn,- og horfði hver framan í annan, án þess nokkur tæki til máls. Stóð þá loks Fr. Bergmann upp og sagðist að eins taka til máls, til að rjúfa þögnina, en ekki vegna þess, að hann væri vel undirbúinn að ræða málið, því hann hefði staðið í annríki í dag, „eins og gengur". Því vildi hann þó bæta við orð síðasta tölumanns, að „vér ættum að 1 græða á árásunum", með því að spyrja sjálfa oss, hvert vcr vær- um ekki orsök þeirra að neinu leyti. Sjálfspróf hæfði kristnum mönnuin, enda finndi kristinn maður ætíð sökina hjá sér. Að * eins þeim væri mögulegt að dæma sjálfa sig óhlutdrægt og finr.a til þessarar sektar. En meðvitundin um sekt skapaði og kristi- lega auðmýkt, og „a u ð m ý k t i n k e n n i r m ö n n u m a ð þegja." Enda væri það bezta vörnin við öllum árásurn að

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.