Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 7
H E I M I R
3i
þess af þeirra hálfu. Á þetta bendir töfradansinn og sú sameigin-
lega trú meöal allra villiþjóða, að það sem gjört sé við mynd
eða líkneski lifandi vera, hríni á þeim. Er þessa eigi ósjaldan
neytt, er einhver vill hefna sín á fjandmönnum sínum, duglegur
töframaður er þá fenginn til að gjöra mynd af honum, sem því
næst er brennd eða höggvin eða fyrirkomið á annan hátt. Svo
er trúin á þetta sterk, að ef viökomandi fréttir það, annað hvort
fyrirfer hann sér eða deyr af hræðslu.
Svipað kvað eiga sér stað meðal Rauðskinna, er þeir ætla á
d)'raveiðar. Mynd er dregin af ýmsum dýrum og yfir þeim þulin
særing, þar sem veiðimaður lofar hreysti sína en hótar bráðinni
snöggum dauða.
Þá fást töframenn mjög mikiö við, að segja fyrir um orðna
hluti, þýða fyrirburði og spá. Við spádóma fást raunar miklu
íleiri en þeir. Almcnnastir eru hinir svo nefndu „örvaspádóm-
ar"; leita þeirra oft ungir menn, er þeir fara í fjárleit og frama.
Ör er skotiö beint í loft upp, og eftir stefnu þeirri, er hún tekur
þegar hún fellur til jarðar, leggja þeir svo leiðar sinnar. Ekki
ósvipað þessu hefir tíðkast meðal alþýðu manna í Norðurálfunni
fram á þessa daga.
Þegar eitthvað mikið er í húfi og við hátíðleg tækifæri verö-
ur töframáðurinn sjálfur að koma til sögunnar. Einna mest við-
höfn við fréttaleitun er hjá villimönnum Tungus flokksins í Sí-
beríu, eftir því sem ferðamenn skýra frá. Öll þau kyngilæti, er
lyfjamaðurinn (Schamanninn) leikur, miða að því, að koma hon-
um í einskonar töfradá, eða láta hann verða frá sér numinn, og
kvað hann þá vera hræðilegur útlitum. Þá hann spekist loks,
er hann spurður frétta af þeim viðstöddu, og stendur þá ekki á
svörum. Flest eru þó svörin tvíræð, og í véfréttar stíi.
Af þessu, sem þegar er sagt, sést, að hjá öllum villijjjóöum
vorra tíma er fullkomin anda og vætta trú, og rnun hún hafa viö-
haldist hjá þeim frá alda öðli. Einkum eru þaö hollvættir, er
kyngimennirnir hafa í þjónustu sinni, en þó er hitt eigi útilokað,
að illvættir sé til, og menn taki þá í sína þjónustu, til þess að
vinna öðrum tjón. Hér á sér þvf bæði stað hin heimilaða kyngi,
„bjartkyngi", og svo einnig hin óleyfilcga, „svartkyngin", kukl,
gjörningar og galdrar.