Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 4
52
H E I M I R
“Umbreyting og umbreytingar skuggi.“
Saxneska skáldið eða hirðmaðurinn, er Beda prestur hinn
helgi segir frá, átti að hafa svarað Játvin konungi á þessa leið,
er konungur spurði, hv'ersu líf vort manna væri: „Líf vort,
konungur, er eins og þá vér sitjum inni í höllinni,hlýrri og upp-
ljóinaðri, og inn um dyrnar fiýgur fugl utan úr myrkrinu, og
samstundis aftur út í myrkrið, hvaðan hann kom. Sé nokkur
sá maður er oss fræða megi um nætu’rmyrkrið, er vér erum frá
komnir, og nótt þá hina löngu, er við oss tekur, þá látum oss
hlýða á orð hans, og segi hann til hið sanna." Og þar var þá
maður, er þóttist mega fræða konung og hirðmenn um upphaf
og endir nrannlegrar tilveru. Og hann talaði máli kyrkjunnar
í Róm. Orð hans fengu góða áheyrn. Hann las upp söguna
um sköpun heimsins á sex dögum, sköpun mannsins og fráfall,
friðþægingu hans fyrir krossdauða Galíleans, lyklavöld Péturs,
og vald páfastólsins að leysa eða binda á jörð. Játvin konung-
ur tók trú, lét skírast, og landið var kristnað á þeim degi.
Þetta var um árið 600. Síðan hafa liðið 1300 ár.
Enn er þetta sama kristniboð flutt. En aldarhátturinn
hefir breyzt. Marga langar til aö spyrja meir út í þessi trúar-
atriði og þá sérstaklega, hvernig trúboðar vorrar gömlu kyrkju
fái vitað, að bókin, sem fræðir þá á þessum hlutum, segi satt
frá. Þeir eru seinni á sér en Játvin, aö láta skírast.
En langlundargeð trúboðans þreytist, og hann tekur sann-
leiksleitun spyrjendanna með fáleikum. Og honum finnst, að
þessir menn séu skyldugir að taka boðskap sfnum, hvort hann
sé sannur eða ekki sannur, hvort hann sé samhljéða eða ósam-
hljóða rödd tímans, og það, sem standi þeim í vegi fyrir að taka
á móti þessum boðskap, verði að upprætast hjá þeim. Og það
er cfinn. En efinn á rót sína að rekja til samvizku og sann-
leikstilfinningar mannsins. Það er samvizkan eða sannleiks-
tilfinningin,—x hún verður að rífast upp með rótum. En það
gjörist með degi hverjum vandasamara verk. Hún á orðið svo
djúpar rætur og henni kemur lífsmagn frá öllum hliðum. Stefna