Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 20

Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 20
68 H E I M I R ORLOG TRÚARINNAR s>®* o->-j SAGA EFTIR JAMES A. FROUDE I. BRÉF.* Huntley prestsetur, 4. scpt. 18— Svo langt er nú síðan, að eg lofaði að skrifa þér, kæri Ár- þór, að sért þú ekki nú þegar búinn að gleyma mér, þá ertu víst farinn að álíta, að bezt væri að geta gleymt jafn vanþakk- látum og vesölum manni,— en nú ætla eg að vera skilvís og borga með háum vöxtum— því eg álít bréfaskuldir áþekkar öll- um öðrum skuldum. Borgir þú þær strax, er það lítils metið, en dragir þú það þangað til skuldeigandi er orðinn úrkula von- ar, þá kemur borgunin eins og sending frágrði. En kannske eg gjöri mér of háar vonir, því eg hefi ekkert um að skrifa nema sjálfan mig, enga viðburði, engar tilgátur, engar skoðanir, eng- in ævintýri, engin hugboð, ekkert — nema mína eigin tómu til- veru, sem mér er ekki þýðingarlaust efni, en veit alls ekki, því eg er að kvarta undan við þig. Sjálfslýsingar eru ekki þreytandi eða ætti ekki að vera, sé maður hreinskilinn um sjálfan sig,— en það er svo voða ervitt að vera hreinskilinn! En sleppum því, eg ætla nú samt að vera það, og þú þekkir mig nógu vel til þess að sjá í gegnum það,ef eg er að hræsna. Það er rétt ár síðan við sáumst, og ekkert borið til tíðinda, nema eg er enn óákveðinn og óþreyjufullur, en jrví skyldi eg þreyta þig með því? En eg þarf aðstoð þína, og því leita eg til þín. Ekki svo að skilja, að vandræði mín séu mikil, en eg er öfugu megin við alla hluti. Föður mínum er mjög ant um, að eg taki einhverskonar embætti, og dökku gyðjurnar þrjár hafa boðið mér blíðu sína á víxl, en engri hefi eg getað úthlutað epl- x) Saga fessi eða frásagnir er eitt mesta meistaraverk Lessa fræga höfundar, og gengur útá aö lýsa sálarstríði og siðferöisbaráttu manns, er biíinn er að tapa öllu trausti á trú feðra sinna, en hefir fó la*rt til prests. Sagan fókk allharðan dóm, eins og viö mátti búast, er hún fyrst kom út, en pyk- ir nú eitt af listaverkum enskra bókmenta. — Heimir flytur sögu pessa í smáköflum framvegis. Þýð.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.