Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 12

Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 12
6o HEIMIR ytri guösdýrkun og lagasetningar, heldur en'hinn innri kjarna trúarlífsins sjálfs, varö guðshugmynd Gyöinganna svo ólík guðs- hugmynd Hindúanna. Þeirra guö (Gyöinganna) var altaf fyrir utan og ofan þenna heim, aldrei í þessum heimi. Hann var strangur,réttlátur gu8 (samkvæmt þeirra tíma hugmynd um rétt læti), sem drottnaði yfir sinni þjóð, og hjá þeim sem hæst kom- ust, yfir þjóðum heimsins; en aldrei guð, lifandi og starfandi í mannlífinu og í hverri einstaklingssál, eins og vér finnum í hin- um helgu ritum Hindúanna. Bæöi þessi trúarbrögð þroskuð- ust, en á ólíkan hátt. I einum er það guð f öllu, sem aðal- áherzlan er lögð á, í hinum guð yfir öllu. Tökum hver önnur trúarbrögð, sem vér þekkjum, og al- staðar er breyting, framþróun að finna. I trúarbrögðum Forn- Grikkja er hún sýnileg. Eftir því sem heimspekingar grísku þjóðarinnar fjarlægðust meir og meir goðatrú hennar, eftir þvf urðu þeir ileiri, sem efuðust um sönnunargildi goðasagnanna, og hlýddu glaðir á þær kenningar, sem snertu mannlífiö og lífs- gátur þær, sem hvervetna mættu hinum hugsandi manni. Þeg- ar svo kristindómurinn breiddist út um alt rómverska ríkiö, þá féllu síöustu leifar gömlu goöatrúarinnar, sem lengi hafði verið á fallandi fæti, en mikið af því, sem haföi verið gömlu trúar- brögöunum andstætt, og tilheyrði öðrum tíma en þau, blandað- ist saman við hina nýju trú, og varö að kristindómi vesturþjóö- anna. Þannig mætti vafalaust tilnefna öll trúarbrögö heimsins, og ef saga þeirra yrði rakin, þá mundi það koma í Ijós, að hvar sem nokkur andleg framför á sér staö, þar nær sú framför einn- ig til trúarbragðanna. Það hefir jafnan verið og er skoðun meiri hluta þeirra manna, er kristna trú játa, að kristin trú væri undantekning frá öðrum trúarbrögöum í öllum greinum. Skifting á öllum trúar- brögöum heimsins niður í kristin og IiciÖin trúarbrögö, sem svo mikið gildi hefir haft í augum flestra kristinna manna, á ekki lengur viS, þegar um óhlutdræga rannsókn á öllum trúarbrögð- um heimsins er aö ræða. Því hefir veriö trúað og er vatalaust enn trúað af öllum fjölda fólks í hinum kristnu löndum, að kristindómurinn sé guð-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.