Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 22
70
HEIMIR
óvandir menn ná oft embættislegnm metum, en þaö er sjaldn-
ast vegna ókosta þeirra, heldur mannkosta, meö dngnaöi, fram-
sýni og sjálfstjórn."— Svo bætti hann dálitlu viö, sem vakiö
hefir mér meiri áhyggjur, því alt hitt er þaö, sem eg hefi marg-
sinnis sagt með sjálfum mér. Eg sagöi honum, vegna þess eg
ætti ervitt með aö gjöra upp huga minn, að eg áliti, að bezt
væri að bíöa svo sem eitt eða tvö ár, og taka tíma til umhugs-
unar, áöur en eg afréði nokkuð.
„Þú segist vilja veröa að manni", svaraði hann, „en ekki
embættismanni, og skal ég ekki ráða fyrir þér í því. En á þín-
um aldri og meö þínum hæfilegleikum verður þú að læra, hvað
lífið er, ef ekki af mér, þá af h'finu sjálfu. Ef þú heldur aö þú
getir vaxið til manndóms meö því aö liggja hér yfir bókum, á
sama hátt og líkaminn eldist, eftir því sem árin líða, þá er það
sú stærsta hugsýki, er nokkru sinni hefir freistað nokkurs manns
til ógæfu. Draumar skapa ekki manndóm, heldur steðjinn og
sleggjan. Gakk út í lífið. Þar liggur þín köllun, og hvergi
annarstaðar. En þú vilt bíða. Það er líkast barni, er hikar
við árbakkann að fara í baðið. Þess lengur sém það stendur
skjálfandi, þess hræddara er það við sundið. Að ári liðnu verð'a
erviðleikarnir meiri en nú, því þú hefir sjálfur tapáð mætti.
Bíð svo enn annað ár, og að tíkindum verðurðu þá genginn inn
í hinn síðari barndóm."
Hvað á eg að gjöra, Árþór? Þetta er satt, hvert einasta
orð. Eg finn það. Eg veit það, og það er sannarlega skamm-
arlegt, að fúna niður og verða að engu. En hvað skal gjöra?
Sannlega væri það mannúðlegra, að byrja strax við vögguna að
ala okkur upp á þeim vegum, er við ættum að ganga, svo að
þegar við færum að skríða eða ganga með, þá byrjuðum við
strax á stafrofi lögfræðinnar eða læknisíræðinnar, og snúa svo
barnaskólanum í réttarsal eða yfirheyrslustofu, og lesa fyrir eða
lækna rifnar brúður. Fjarska yrði alt auðvelt þá. Við voguð-
um aldrei út af þeirri braut, en snérumst alt af f sama hringinn.
En það er voðalegt axarskaft að fóstra okkur upp eins og menn
og sleppa svo af okkur hendinni og segja: veljið á milli þessara
þriggja vega, er allir liggja ofan á móti. Því niður á við hljót-