Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 21
HEIMIR
69
iinu enn. Eg hverf frá einni til annarar, og veröur ait af sú
síöasta verri hinum,— svipurinn sá, að eg ann honum ekki.
Eg veit ekki hvaö því veldur, að engan embættismann
þekki eg, sem mér fellur; og vissulega vildi eg ekki líkjast þeim
mönnum, sem heimurinn kailar lánsama. Vegir þeirra eru ekki
mínir vegir,— leiöirnar, sem þeir verða að fylgja, eru djúpt
troðnar af samvizkulausum og — samvizkusömum mönnum.—
I engan staö eru þær of hreinar, og svo er keppnin of stríö og
gefur engan tíma til umhugsunar. Eg veit að menn aðgreina
eigin samvizku frá embættis samvizku; vel sé þeim, sem þaö
geta. En eðli mannsins, eins og hönd klæðlitarans, ber skjótt
vott um verknaðinn; og allir þekkja lögfræðinginn, þegar þeir
sjá hann, eöa læknirinn eöa þjónandi prest. Þeir eru ekki blátt
áfram menn, heldur menn af sérstakri tegund, og því ver, ekki
eitthvað meira, heldur minna en menn,— menn, er hafa fórnað
sjálfleika sínum, til að verða launuð verkfæri þessara stétta.—
Þaö eru undantekningar, þar sem stórgáfur eiga hlut að máli,
en eg er enginn ofviti, og treysti mér alls ekki til að vona, að
eg yröi nokkur undantekning. Þannig fer eg heilu hringferð-
ina, og enda þar sem eg byrjaði, í vandræðum. Þú þekkir föð-
ur minn,— réttlátari og betri maður hefir aldrei andann dregið;
og þó hann sé ekki afburða greindur, þá á hann svo mikið af
haldgóðu viti og skilningi, að eg er viss með, að eitthvað er öf-
ugt, fyrst honum geðjast jafn lítið að skoðunum mínum.
Hann gat hlegið að mér, meðan eg var í skóla, eins og þú
manst, vegna þess að þessir draumórar mínir, sem hann kall-
aði, töfðu mig ekki við námið; en nú er ööru máli að gegna,
því nú brýnir hann mig með hörku að taka eitthvað fyrir, og er
mér það mikil skapraun. „Þú hefir sýnt, að þú átt hæfilegleika"
segir hann, „það er skylda þín að nota þá; og skynsemi mann-
kynsins hefir sýnt oss, hversu bezt megi beita þeim, og það er
með því að taka embætti. Það er því verra en skoplegt af ung-
um manni eins og þér, að reyna að vera öðruvísi en allir aðrir,
og þykjast of góður til þess, sem vorir beztu og vitrustu menn
eru að gjöra og hafa gjört. Bræður þínir komast virðulega og
vel áfram. Því skyldi þér ekki farnast eins? Það er satt, að