Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 15

Heimir - 01.08.1907, Blaðsíða 15
HEIMIR 63 -kristindóras áhuga, heidur til þess a-ö hafa vaxandi hreyfingu á •sínu bandi. 'Eftir þaö byrja 'ofsóknir af kristinna manna hálfu. ígagnvart heiðnum mönnum. I þá daga ofsóíti hver sá, sem valdiö haföi. 'Síöan fylgir kristnun Norðurálfnnnar og uppbygg- ;ing páfadæmisins. Og í gegnum alt breytist trúin. Hjá fáein- •um var hún vafalaust góö og hrein; hjá öörum var 'hún bara verkfæri til aö koma fram eigingjörnum tiigangi; hjá flestum var hún að eins ný heiöng kölluð kristindómur. Þaö þyrfti skarpa sjón til aö sjá í kristni kaþólsku kyrkjunnar á miööldun- um sömu trúarbrögði’n og Jesús byrjaði aö kenna. Allir vita svo hvernig fór. Þegar páfadæmið var sokkiö niður í spillingu ogoröm lítt bær byröi fjármunalega fyrir Evrcpuþjtíimar, þá fóru einstöku raddir aö láta til sín heyra og andmæla valdi páfans og kyrkjunnar. Siðabótin, sem kend er viö Lúter, var afleiöing slíkra mótmæla gegn valdi kyrkjunnar. En Lúter og aörir mótmælendur sextándu aldarinnar voru börn síns tíma. Þeir voru rnjög þröngsýnir menn frá sjónarmiði nútíöarinnar. Fyrir löngu síöan er fariö aö krefjast þess, aö sú orþódoxía, er þeir stofnsettu, fylgist ineð í framþróun tímans og mannlífsins. Þegar vér lítum yfii«sögu hinna kristnu trúarbragða, þá sjá- um vér, aö þau, eins og öll önnur trúarbrögð, hafa breyzt á margvíslegan hátt, að þau eru sömu lögum «háð og alt annað í þessum heimi, aö því leyti að tilvera þeirra er beinlínis undir því komin, þegar til lengdar lætur, aö þau geti breyzt. Það er ofur auðvelt aö benda á, að breytingin hafi ekki altaí verið tii íramfara, en svo er meö alla hluti. Framþróunin heldur ekki áfram eftir beinni línu, heldur skapa hinar ytri kringumstæður íramþróun, sem svo aftur skapa aðrar ytri kringumstæður. Kristindómurinn, frá sögulegu sjónarmiði skoöaður, er ekki eitthvað eitt, sem hefir haldist óbreytt í gegnum aldirnar, held- ur mannfélagsleg hreyfing, er altaf hefir staðið í svo nánu sam- bandi við aörar hreyfingar, stefnur og hugsanir, að hann verð- ur aö takast í sambandi við þær, ef vér eigum að geta fengið nokkurn skilning á, hvað hann eiginlega hefir verið. Það er þýðingarlaust aö benda á kenningar Jesú eða Pálsog segja, að þær séu kristindómur, eöa aö benda á kaþólska trú eöa lúterska

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.