Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 11
H E I M I R
i55
svipir í þokuhafinu, sem eyöilagði alla útsýn og liti. Hún bar
súrann þsf, eins og gufafrá þvottahúsi eöa ölgjörðarkrá. Ljós-
in voru kveikt í sölubúöurn kaupmannanna, sem voru troöfullar
frá því snemma um morguninn af bændum og búalýö, er voru
að kaupa til jólanna. Óljós glæta ljósanna barst út í þokuna, og
hárevstin afsamtalinu, kaupabraskinu og brennivínsglasaglamr-
inu varölíkust því, að hún væri byrgð innan í ullarvoðum. Hið
eina í þessu algjörða. tilbreytingarleysi, sem sérstaklega gat lát-
iö á sér bera, eftir því sem meira leið á daginn, var ilmurinnaf
kryddbrauðunum, sem alstaðar var verið að baka; seinnabland-
aðist inn í lyktin af gæsasteikinni úr húsum efnamannanna,
rifjasteik eða svínasteik úr húsum meðalstéttarinnar, og salt-
fiskslykt úr eldhúsum fátæklinganna; stundum blandaöist rauð-
kálsþefurinn inn í þessa samangan.
I þessari káfaldsfor að ofan, neðan og alt í kring, á báða
bóga, var Lúðvík Skinna-Bólettuson búinn ösla frá því í býtið
um morguninn. Móðir hans hafði ekki veriö heima á Öreiga-
hælinu svo dögum skifti. Hún hafði haft húshreinsun og þvotti
að sinna, og nú síðast hjá honum Jörundi Rasmussyni, efnuðum
trésmið, og þar var hún boðin í jólamatinn. Drengurinn hafði
auðvitað skólafrí. Snemmendis fór hann út, án þess að hafa
nokkuð ákveðið markmið í hrga, en það hafði hann ásett sér,
að ólmast og slarira eins og frídagurinn entist framast til.
En nú var enginn „heldri" drengurinn úti á strætinu, sem
hægt væri að áreita. Félagar hans, götu strákarnir, voru hon-
um síður til ánægju. Þegar hann var búinn að berjast við þrjá
eða fjóra þeirra, varð hann leiður á svo tilbreytingarlausri
skemtun. Svo breytti hann ögn til og setti fótinn fyrir vinnu-
konu eina, svo hún datt með körfuna sína, og skiftust þau síð-
an á fúkyrðum. Næst hepnaðist honum að koma skóhælunum
ofan á horn á kjólslóða konu nokkurrar. Síðan ráfaði hann inn
á kaupmannatorg, sem fult var af bændavögnum, og hrópaði á
eftir manni einum, sem var að koma: „Gættu þín, gættu þín!
Hjólið hringsnýst." En nú hitti hann ekki á eins barnalegann
náunga eins og þann, er hann ávarpaði þessum orðum síðasta
haustmarkaðs daginn, sem strax stanzaði og spurði: „Hvað