Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 13
H E I M I R
157
staðar ræður og .háreysti, barnahlátur, glasaglan;ur og bolla-
braml. Lúðvík Skinna-Bólettuson leið aleinn gegn um þokuna
eins og óljós skuggi yfir vegg í hálfdimmu herbergi. Og hvað
þeir voru ertandi allir þessir Ijósbjörtu gluggar! Átti hann að
henda fáeinum steinum í þá? Hann var rétt að því kominn
hvað eftir annað, var búinn að beygja sig niður til að ná sér í
stein, en.. .. hann lét sér lynda að taka strætisforina og kasta
henni í hurðirnar. Ef til vill gægðist fram í huga hans meðvit-
undin um það, hve árangurslaust væri að he^'ja einvígi við öll
híbýli borgarinnar. Það hlaut þó að enda með því, að lögregl-
an handsamaði hann, og stórt skarð gat það aldrei höggvið í
jólagleði borgarbúa, þó ein rúða væri brotin.
Kjarkurinn tók að smádvína í Lúðvík Bólettusyni. Höf-
uðið á honum var orðið gjörsneytt öllum óknytta hugmyndum
er að gagni mætti koma, en í þeirra stað smeygði sér þangsð
inn með þokunni snertur af auðmýkt og gugnun, sem hann þó
aldrei átti að venjast áður. Hefði hann ekki ríghaldið sér við þá
einu siðferðishugmynd er hann þekkti; fyrirlitningu og hatur á
öllum „hrinubelgjum" —þá rnyndi hann óefað hafa sezt á ein-
hvern stóra steininn í hliðinu á póstgarðinum og farið að gráta,
sem hann að líkindum hefði breytt í stjórnlaust öskur og óhljóð,
til þess að drepa niður eitthvað andstyggilegt, sem bældi sig og
vakti óhug innra með honurn. Hann mundi hafa espað upp
alla grimd sína og strákskap á móti þessunr „innra manni", senr
hann hataði umfram alt. Því honum sveið undan því eins og
brunasárinu, sem hann hafði fengið misseri áöur, þegar smiðs-
strákurinn gat tælt hann til þess að snerta á sakleysislega útlít-
andi járnstúf, en sem var brennheitur. Það var hefnd, því
Lúðvík hafði einusinni spyrnt fæti í vagnhjól, sem smiðs-strák-
urinn velti eftir strætinu, svo það valt um koll og meiddi hann í
fótunum.
Móðir drengsins hafði aldrei verið blíð við hann, en hún
var þó eina mannskepnan, er hann tilheyrði, og kom honum
við. Hann vissi, að hún var hjá Jörundi Rasmussyni trésmið,
vissi líka, hvers vegna hún hvorki vildi né þorði að hafa hann
meö sér, því honum var vel ljóst, hvaða álit var haft á honum.