Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 14

Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 14
H E I M I R i5S Hann var „drembinrí" 'á sinn hátt, og vildi ekki —þaö bölvaöi hann sér upp á— á nokkurn veg troöa Jörundi Rasmussyni um tær, þeim „tréspónaskrögg", eöa kviösíöu kerlingunni hans. Engu aö síöur gat drengurinn ekki að sér gjört, aö ráfa aftur og aftur út St. Bents götu. Jörundur Rasmusson bjó á þeim enda h^nnar, sem frá vissi sölutorginu. Drengurinn ráfaöi stöðugt lengra og lengra niöur eftir strætinu, —ekki af því hann langaöi til aö sjá rnóöur sína eöa vera hjá henni— heldur .... ja, hann vissi ekki, hvaö í honum bjó. III. Án þessaö drengurinn vissi, hvernig þaö atvikaöist, var hann kominn inn í garðinn hjá Jörundi Rasmussyni, þvert ofan í heitorð sín um, að koma þar hvergi nærri. Það var blind- þreifandi myrkur, og þokan var orðin aö hellirigningu. Eldhúsdyrnar voru læstar, en matarlyktin angaöi um allan garöinn, og drengurinn heyrði steikarabrakiö og snarkið inni. Hann sá vangann á móöur sinni í gegn um gluggann, sá skegg- iö á henni glitra í ljósinu um leið og hún gleypti stórann munn- bita af rjúkandi eplaköku. Sveinninn var glorhungraður. Þaö var band-vitlaust, aö sjá þau svo etandi þarna inni. Eitthvað varð til bragðs aö taka. Lúðvík Skinna-Bólettuson litaðist um í garðinum, leitaöi í huga sér eftir úrræöi og fann þaö í svipan, eins og hann heföi hrifið það úr lausu lofti. Hann vissi að í garöinum hægrameg- in við íbúöarhúsiö var dálítið úthýsi, og var ein króin í því not- uð fyrir hænsakofa. Það hlaut aö vera „fyndið" að sjá hvernig umhorfs væri í hænsakofa á jólanótt.— Hann svipaðist fyrst um hringinn í kring. Hvað var nú að? Þar kom ys og þys í eldhúsinu. Móöir hans og vinnukon- an þurkuðu sér urn munninn oghendurnar á diskaþurkunni, svo opnuðust dyrnar, og í sama vetfangi sá drengurinn tré, ljósum sett, geislandi í gulJs og silfur og alls konar litaskrúöi.... Svo var dyrunum skelt aftur. En eldhúslampinn stóö logandi eft- ir á borðinu.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.