Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 17

Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 17
HEIMIR 161 „Svei, þiö þurfið ekki aö láta digurmannlega, timburkofa- makararnir ykkar! Þiö hafiö Ijós inni í stofunni íram viö stræt- iö— eg get líka lýst hjá mér." Hann kvéikti á ööru kerti. Verst gekk honum aö íá kert- in til aö standa föst. Margar tilraunir, til aö grafa þau ofan í moldargólfiö, mishepnuöust. Moldin var of þur. Kertiö valt útaf, ljósiö drapst og sveiö fáein heystrá á gólfinu, um leiÖ og þaö datt. Strákur braut heilann, og uppspretta hugvitsins fossaöi fram. Naglar voru víðsvegar reknir í hænsakofa veggina, og flekkótti hálsklúturinn hans var ekki margra sýröra sílda viröi. Hann leysti hann af sér, reif hann aö endilöngu, batt annan helminginn um hálsinn aftur —hann var þegar til kom til eins mikils gagns, eins og hann hafði veriö allur.— Hinn parturinn var nú aftur ldofinn endilangur og úr hvorum fjórðapartinum fyrir sig bjó hann til tvö knýti, neöri endanum batt hann utan um kertin, en hinn festi hann upp á naglana. Þetta voru full- góöir bráöabyrgöar vegglampar, kertin héngu skáhallt í lausu lofti, rugguöu til og frá og runnu óðum niður, en hvað gjöröi þaö? Lúövík Skinna-Bólettuson var hreykinn af þessari upp- götvun sinni. Honum fannst því svipa til ljósahjálmsins, sem hann sá einu sinni í stjórnarhöllinni, þegar hún móöir hans þvoði hallargólfið meö fangavarðarkonunni einhvern morgun, þegar höllin var skreytt fyrir næturdansleik. Þaö var áöur en aö svo ilt orö fór af Lúövík, aö menn tóku Skinna-Bólettu aö- eins með því skilyröi í vinnu, að hún léti drenginn eftir heima. Nei, slík og þvílík dýrö! En hvaö bjart var í hænsakofan- um! Meöan strákur sat og át egg og sykur, vöknuöu hænsin smátt og smátt, litu í kring um sig undrandi, og haninn galaöi, eins og kominn væri glaðbjartur morgun. Hænsin smá klökuðu, og kötturinn, sem strákur var búinn að gleyma, tók aö klifra upp eftir veggstoðinni og skotraöi glyrnunum tortryggilega til stóra hanans, sem svaraöi á sömu vísu. Haninn sat kyr á ránni og kötturinn í gluggakistunni, báöir með sama vopnaða íriðnum sem jafnan stóö á milli kisa og hænsahússliösins á öllum tímum

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.