Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 1
IV. úrgangur WlNNtPEG. 1 90B. 7. blaf).
Óskar Svía-konungur.
«ftir
Stephan G. Stephansson.
---la-inra-----
„Konungur vor cr kotungsœttar, cn sérliver
þumlungtir í /tonum er úr ðcflings-cfni." —
Haft oftir sænskuru hirðmanni.
Meöan hljóöur harmur
helörn risti á brjósti
hæsta konungs höfuð
hallaðist að bólstri —
Noreg hafði úr hendi
höggvið Ás inn blindi.
Einn sat Bragi að beði
Bragi ljóð-skrautuður.
Laut að lofðungs eyra
ljóði því að hvísla,
sem að báli bornum
beinir vinum sínum,
orðum ei sem heyrðu
aðrir, þó þeir spyrðu.
Sann-getulust Saga
sjálf fer þeirradulin,
Hvísl.sem þreyttu þrárnar
þaggar, unz þær spekjast.
Hálfgerð vísa, en vær sem
vöggugælur inæðra,
órímaða yndið
óðs, í skáldsins kvæði,
fegurð fegins hugar
frjáls við dróma málsins.