Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 16

Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 16
16o II EIMIR Litilsháttar hænsaklak gaí til kynna, aö ein eöa tvær hæn- ur heföi rumskast af svefni hátt uppi á hænsatrjánum. Strax var5 aftur dauöaþögn í kolniöa myrkrinu. Kötturinn læddist Irá drengnum, svo hann fann ekki hvar hann var, sá ekki einu sinni glæra í glyrnurnar á honum í myrkinu. Jæja, í bráöina þurfti strákur hans heldur ekki viö. Hann var glorhungraöur, og tók til að gjöra sér mat úr sumu af þýfinu, steinsykrinum og rúsínunum. Hann gat vel vitað, aö kötturinn fengi bita meö sér, en hann sá strax, að sér myndi ekki vera til neins aö bjóöa honum til slíkrar ináltíðar, og sagöi í hálfum hljóðum. „Nei, þú ert ekki sá köttur, að þú kærir þig um svona mat, herra Surtur!" Drengnum fanst sér líða álíka vel og þegar hann var hátt- aöur ofan í rúm dauðlúinn aö kvöldinu. Hann var ekki vanur viö breint eða gott loft í Öreigahælinu eða frískólanum. Hið þunga og kæfandi hænsaloft, hlýindin, í stað kuldagjóstsins úti og jafnvel kyrðin, uröu til að gjöra honum lífiö ánægjulegt um nokkur augnablik, á meðan hann sat og bruddi steinsykur og rúsínur. En nú þurfti hann að fá eitthvað aö drekka, hann var orð- ínn þyrstur. Lúðvík Bólettuson var drengur, sem sjaldan varð ráðfátt. Kisa var ekki vorkennandi, hann hafði fengið bæði mjólk og rjóma. Hann kveikti á eldspítu ogtendraði Ijós á einu stolna kert- inu. Kötturinn blés af fáti og haninn tók til að gala. Hann hreykti sér upp á hænsará til hænanna, sem sátu í rööum með nefin falin inni á milli stélfjaðranna. Hann glápti eldrauðum augum fádæma bjánalega út í loftið, en hálskraginn hans glitr- aði eins og gullsaumur í rauðu silki. Eins og kunnugt er, er lítið um varp á þeim tíma árs. Það finnast eitt og eitt egg á stangli; það vissi strákur, En hann hafði áður komið í hænsakofa, og vissi hvar hann átti að leita þeirra. Fjögur egg alls! Skárra var það óhófið, að hafa hrá egg til að eta með steinsykrinum. Meira sælgæti fengu krakkar Jörundar Rasmussonar varla, Pétur Kringilfótur og rauðhærða Elvína.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.