Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 18
IÓ2
H E I M I R
sem engir ungar voru, því um ungatímann var í milli þeirra, ef
ekki opinber þá samt býsna lifandi fjandskapur.
Kisi hlepti upp kryppunni, haninn hreykti kambinum, og
þeytti vindi í hálsfjaðrirnar. Kötturinn geispaði, haninn hristi
sig. Það var altaf eitthvert samrami í hreifingum hvers um
sig. Hver einasta hæna hafði stöðugt auga á þessu aöskotadýri^
sem hafði brotist inn í ríki þeirra. Þær virtust ekki gefa drengn-
um sérstakan gaum.
Hann var nú búinn með eggjamatinn og leið reglulega vel,
var glaður í anda eins og saddir menn eru vanir aö vera, og því
fanst honum rétt að hænsin og kötturinn ættu að leika sér líka.
Utn leið og hann stóð á fætur til þess að reka hálfsofandi
hænsin ofan af ránum, tók hann cftir einhverjum raka á öðru
lærinu á sér. Það kom frá vasanuin. Hann þreifaði ofan í
hann, og greip lúkufylli af einhverju blautu.---- O, það var
rauöa ináukið, sem hann stal af síunni inni í eldhúsinu.
Skyldi það vera ávaxtamauk? Ohætt var aö bragða á því.
Nei það var sambland af einhverju súru og sterku!.........Þaö
var auk heldur reglulega bragðilt. Hamingjan mátti vita nenVa
hænsin vildu eta það.
„Hott, hó, hæ!.. .. Niður með ykkur! Hæ, stóri hani,—
Niöur af ránni með allar maddömurnar þínar!.. .. Kisi!....
Niður úr glugganum, bjáninn þinn!"
Kötturinn hvæsti og dró sig innst inn í horn á gluggakist-
unni. Haninn og hænurnar klökuðu og gögguöu, bröltu á
bæxlunum niður á gólfið.. . og hlemdu sér með áflogum og
græðgi ofan í rauða maukiö, sein Lúðvík haíði stróð út um
hálminn.
O-o, en hvað þau átu, átu og átu. Og því meira sem þau
átu, því meiri hávaða gjörðu þau. Strákurinn klakaðg galaði
og hvein í kapp við hænsin, hringlaði innan um þau eins og fé-
lagi þeirra. Kisi sat einn uppi í glugga, skaut upp kryppunni
og glápti á allan skrípaleikinn með djöfullegu augnaráði. Ef
liann hefði getað sungið kaflann úr "Faust" eftir Gounod,
myndi lnnn hafa breytt bassaröddinni í kattarmjálm og sungið:
„Iýölski stýrir dansi dátt,
dunar Vítis höll.' —
'i
i