Heimir - 01.11.1909, Page 18
70
HEIMIR
hún var svo sæl, svo sæl.—Meöaumkunin var ennþá sætari en
ástin. Eöa—var hún hin rétta ást.? Síöan hún hafði eitthvað
til að fyrirgefa honum. Nú fyrst hafði hún tekið honum af al-
frjálsum vilja, nú fyrst gat hún sjálf séð og sýnt hversu vænt
henni þótti um hann. Og nú fyrst vissi hún með sjálfri sér, að
bandið, sem batt þau saman gæti ekki brostið, að öl! hennar sorg
og öll hennar hamingja hlyti að vera undir þessurn eina manni
komin.
“Hvað gengur að þér. hvað gengnr að þér Hans ? ” spurði
hún, og reyndi að hreyfa höfuð hans svo hún gæti séö framan í
hann. Hann byrgöi andlit sitt. Þá hvíslaði hún aðeins einu
sinni : “Svo mikið aö skámmast sín fyrir ! ”
Hún byrjaði að tala um hitt og þetta sem var skemtilegt, •
en nefndi ekki tildrög þess undanfarna á nafn. Þá rétti kenn-
arinn alt í einu hendina upp í loftið og gaf selbita með
fingrinum,
“Hvað á þetta að þýða ?” spurði hún hlægjandi.
“Það að ég,get á engan annan hátt látið fögnuð minn í
ljósi.
I kringum klukkan tvö snarkaði í eldinum í eldhúsinu á
prestssetrinu. Aðstoðarpresturinn læddist að eldhúsdyrunum
til að njósna í gegnum gættina hvort hann ætti von á góðum
miðdegisverði. Hún flýtti sér og var rjóð í framan með
gleðisvip.
Trúa bróðurhjarta, vissulega mun þér geöjast að matnum.
Peter Rosegger er hinn alþýðlegasti skáldsagna höfundur,
sem nú ritar á þýzka tungu. Hann er fæddur og uppalinn í
héraði }jví er Steiermark heitir og sein er einn hluti Austurríkis.
Margar af sögum sfnum hefir hann ritað á mállýzku þeirri, sem
þar er töluð. í æsku naut hann fremur lítillar mentunar, en
aflaði sér sjálfur þekkingar með öllu móti þrátt fyrir fátækt og
erfiðar kríngumstæður. Öllu því lýsir hann ljómandi vel í æfi-
sögu sinni, er hann hefir skrifað sjálfur. Sumar sögur hans er
lýsa sveitalífinu í Steiermark þykja ágætar.—Saga sú, sem hér
er þýdd er tekin úr smásögusafni, er heitir : Geschichten und
Gestalten aus den Alpen—sögur og myndir úr Alpafjöllunum.