Heimir - 01.04.1911, Síða 22

Heimir - 01.04.1911, Síða 22
190 HEIMIR Allsherjar friöur fær fieiri og fleiri fylgjendur með hverju ári. Samningar eru á prjónunum á milli Bandaríkjanna og Englands í þá átt aö tryggja friöinn á milli þeirra landa, Þrátt fyrir ummæli þýzka kanzlarans nýlega um nauðsyn á öflugum ’nerútbúnaöi, vilja Þjóðverjar yfirleitt hafa frið viö aðrar þjóöir. Það er óttans vegna en ekki löngunar eftir herfrægö aö þjóöirnar létta ekki á sér gjaldabyrðinni, sem af herútbúnaðinum leiöir. Á vesturströnd Afríku, í brezkri nýlendu, sem Sierra Leone heitir, hefir verið stofnuð únítarisk kyrkja nýlega af eintómum svertingjum. Stofnandi hennar var áöur orþódox trúboöi; en yfirgaf þaö starf til að kenna svertingjunum trúarbrögö betur samsvarandi kröfum nútímans. Nógur Tími Flest fólk vantar meiri tíina, en fáir nota vel þann tíina sem þeir hafa. Maðurinn sem hefir minstan tíma er maöurinn sem gerir minst við sinn tíma, og maöurinn sem ætíö hefir nógan tíma er maðurinn sem hefir afkastaö einuverkinu fleira en flestir hinir á jafnlöngum tíma. Vér þurfum aö muna viðvörunaror* Addisons. “Viö erum altaf aö kvarta um hvað lífiö sé stutt, en högum okkur þó eins og það sé endalaust.” Eindregin hagsýni, alvörugefin notkun hverrar mínútu af vorum næga tíma, leys r skjótt ráðgátuna um “meiri tíma” fyrir hvern sem er. Án hennar er maður því ver staddur eftir því sern maðurinn hefir meiri tíma að eyöa. þýtí af S. A B.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.