Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 2

Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 2
HEIMIR 218 komandi ár félagsins falin þriggja manna nefnd. í nefndinni eru Skapti B. Brynjólfsson, Jóhannes Sigurösson og Guöm. Árnason, sem ritstjórnina hefir haft á hendi síðan blaöiö varö eign Kyrkjufélagsins. Nefnd þessi vill nú allra vinsamlegast biöja alla kaupendur og lesendur blaösins, að hjálpa sér til aö láta þaö ná tilgangi sínum sem bezt. Þetta geta kaupendurnir gert meö því aö standa í skilum og með því að stuöla aö útbreiðslu þess. Sérstak- lega vill nefndin biöja þá sem útsölu hafa á hendi út um bygöir, aö leggja sér nú lið og reyna aö fjölga kaupendum. Ennfremur treystir hún því, að þeir sem við og viö hafa sent blaöinu kvæöi og ritgerðir til birtingar láti þaö njóta sömu velvildar framvegis. Ritstjórinn vill fúslega veita inóttöku öllu, sern getur verið viöeigandi fyrir blaðið aö flytja, en skuldbindur sig auð- vitaö ekki til aö birta það nema hann álíti þaö hæfilegt til þess. Eins og að undanförnu eiga peningar til blaðsins aö sendast til herra S. B. Brynjólfssonar, 623 Agnes Street, Winnipeg og alt innihaldi þess viðvíkjandi til ritstj. Guðm. Árnasonar. Treystum vér svo yður öllum velunnurum Heimis og únítarískra málefna, að styöja blaöið eftir föngum í framtíðinni. Sjötta Þing hins Únítaríska Kyrkjufélags Vestur-íslendinga Laugardaginn 17 júní 1911 kl. hálf-tíu fyrir hádegi, var hiö sjötta þing hins Unítaríska Kyrkjufélags Vestur-íslendinga sett í kyrkju Únítarasafnaðarins á Gimli, Manitoba. Séra Guðm. Árnason 'as kafla úr 139 sálmi Davíðs ogsálm- urinn nr. 619 var sunginn. Þá lýsti forseti félagsins, S. B. Brynjólfsson yfir að þingið væri sett.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.