Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 13

Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 13
HEIMIR 229 3 hvort skipuö skuli nefnd til breytingar á stjórnarskrá lögnni félagsins, leyfir sér aö gjöra eftirfylgjandi tillögur: I. Aö þingiö veiti viötöku þessum þremur tillögum og skipi nefnd, er undirbúi þessi mál til næsta þings. II. Aö sú nefnd tilkynni hinum ýmsu söfnuðum vorum þær breytingar er gjörðar veröa á grundvallarlögum félagsins með í þaö minsta tveggja mánaöa fyrirvara fyrir næsta þing, svo ákveöinn vilji safnaöanna fái komiö í ljós, um þetta efni áður en þing taki fastar ákvarðanir í því. III. Aö öðlist gildi hiö fyrsta ákvæöi þessarar tillögu um fastan þingstaö, þá álítur nefndin aö framkvæmdarnefnd kyrkju- félagsins ætti aö sjá svo til, aö haldnir yrðu trúmálafundir aö minsta kosti einu sinni á ári í hverjum söfnuöi, er utan þess staðar er, sein þing yrði bundið viö í framtíðinni.” Virðingarfylst, Rögnv. Pétursson P. Bjarnason G. Guðmundsson B. B. Olson G. P. Magnússon Var skýrslan samþykt að tillögu framkominni frá nefndinni. R Pétursson lagði til aö forseti, J.B. Skaptason og H. Pétursson væru kosnir í nefnd til aö hafa máliö með höndum, samþykt. Séra Rögnv. Pétursson skýröi frá árangrinum af fjárbeiöni stjórnarnefndar félagsins til A. U. A. Sagöi aö nefndin hefði beðið um $2,500, sem skyldi borgast til gjaldkéra hennar, en aö samk.væmt tilkynningum til sín og G. Árnasonar virtist fjárveitingin vera $1,800, $500 til hvers þeirra A. E. Kristjáns- sonar og G. Árnason og $800 til sín. Um mál þetta uröu tals- verðar umræöur og tóku þátt í þeim G. Árnason, forseti, G. J. Goodmundsson, Arnlj. Olson og R. Pétursson. G. Árnason lagöi til aö málinu væri vísaö til hinnar væntanlegu framkvæmdar- nefndar. Tillagan var studd af P. Bjarnasyni og samþykt. Samþykt aö fresta fundi til kl. 4 síðdegis.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.