Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 9

Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 9
HEIMIR 225 máliö væri tekiö til uinræöu. Tillagan var studd af Jóh. Sigurössyni og samþykt. Um máliö töluöu M. J. Skaptason, G. Árnason, Jóh. Sigurösson, H. Magnússon og G. J. Goodmundsson. Tjáöu þeir allir sig málinu hlynta og lögöu áherzlu á, aö æskilegt væri, aö málinu yröi hrundiö í framkvæmd. G. Árnason lagöi til aö málið sé falið fimm manna nefnd til meðferöar og framkvæmdar til næsta þings. G. P. Magnússon studdi tillöguna. Framsögumaöur málsins kvaö þaö ekki nógu vel undirbúiö fyrir þesskonar nefnd. Aörir tóku einnig í sama streng, ogtóku þeir G. Árnason og G. P. Magnússon tillögu sína til baka. Séra R. Pétursson lagöi til, aö þriggja manna nefnd væri skipuö til aö íhuga máliö og gefa skýrslu á sunnudagsfundi e.h. Tillagan var studd af B. B. Olson og samþykt. Forseti skipaði þessa inenn í nefndina: Rögnv. Pétursson, Jóh. Sigurðsson og M. J. Skapta- son. Stephan Thorson las upp eftirfarandi ályktun, sein var studd af G. P. Magnússyni og samþykt f einu hljóöi, meö því aö menn risu frá sætum sínum. “Með því aö á þessum degi eru nú liöin hundrað ár frá fæöingu vors ágæta stjórnmálaskörungs, fræðiinanns og fööur- landsvinar Jóns alþingisforseta Sigurðssonar, á Rafnseyri í Isafjaröar-prófastsdæmi á Islandi, og aö þessi dagur er nú hald- inn almennur þjóöininningar og hátíöis dagur heiinaá fööurlandi voru og víöar þar sem Islendingar búa, þá finnum vér ljúfa köllun hjá oss íslenzkir Unítarar í Vesturheimi, á þingi saman- komnii aö Gimli, Man. að taka undir meö Jieim hátíöahöldum og samfagna meö bræörum vorum og systrum hvar í heimi sem þeir búa, yfir því, aö þjóö vor átti þvf láni að fagna aö eiga slíkan ágætis son, og að skuldbinda oss til aö geyma minningu forsetans fræga helga í hugum vorum hér á útlendum staö, meöan æfin og lífiö endist. ” Skýrslur frá þingnefndum voru þá teknar fyrir. Utgáfunefndin lagði fram eftir fylgjandi skýrslu:

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.