Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 14

Heimir - 01.06.1911, Blaðsíða 14
230 HEIMIR IV. FUNDUR Fundurinn var settur kl. hálf fimm. Fundarbók frá síöasta fundi lesin og samþykt. B. B. Olson geröi tillögu um aö álit nefndarinnar í Heirnis- útgáfumálinu, sem á næsta fundi á undan haföi vf>riö bnrðlagt, væri tekið af borði. Tillagan var studd og samþykt. Var þá gengið til atkvæða um nefndaráiitið og tillögu nefndarinnar að kjósa þriggja manna útgáfunetud. G. j. Goodmundsson gerði breytingartillögu þess efnis að firnm menn skipi útgáfunefndina í stað þriggja og var hún studd af Halli Magnússyni. Breytingartillagan var feid, en aðaltillagan samþykt. Sálmabókarnefndin lagði þá frarn eftirfylgjandi skýrslu. “Herra forseti,— Nefndin, sem kosin var til að íhuga sálmabókarmálið, hefir komist að þeirri niðurstöðu, eftir talsverða íhugun, að hún geti ekki ráðið kyrkjufélaginu til að gefa út sálmabók að svo stöddu. Kostnaðurinn við slíka útgáfu yrði að sjálfsögðu nokkuö mikill, því gera má ráð fyrir ekki aðeins venjulegum prentunarkostnaði, heldur einnig borgunar fyrir handrit, bæði af gömlum og nýjum sálmum. Nefndin ræður því þinginu til að fresta aðgerðurn í þessu máli, þar til hinn nýji viðauki við íslenzku sálmabókina er kominn á markaðinn, því vera má að hann bæti úr brýnustu þörfinni að minsta kosti fyrst um sinn.” S. Pétursson H. Pétursson J. Stefánsson Ut af skýrslunni urðu nokkrar umræður og tóku þátt í þeirn G. Árnason, H. E. Magnússon og E. Scheving. Rögnv. Pétursson lagði til að forseti skipaði fjármálanefnd, er byggi til áætlun fyrir komandi ár, og legði fram skýrslu sína á næsta fundi. Tillagan var studd af Arnlj. Olson og samþykt. Forseti skipaði þessa í nefndina: R. Pétursson, G. Guðmunds- son, P. Bjarnason, J. B. Skaftason og B. B. Olson.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.