Heimir - 01.06.1911, Síða 16

Heimir - 01.06.1911, Síða 16
232 HE.IMIR • Klukkan 8 aö kvöldinu var trúmálafundur haldinn. Um- ræöuefniö á fundinum var “Trú og hegöun.” Hr. Stefán Thorson hóf umræöurnar meö snjallri og vel hugsaöri ræöu. Auk hans töluðu R. Pétursson, G. Arnason, S. H. Hrynjólfsson., Jóh. Sigurðsson, Ben. Frímannsson, J. P. Sólmundsson og B. B. Olson. Fundurinn var vel sóttur. V. FUNDUR Fundurinn var settur klukkan hálf ellefu f.h., mánudaginn þann 19. Júní. Séra Rögnv. Pétursson las kafla úr 12 og 14 kap. Kor. I. og sálmurinn 307 var sunginn. Fundarbók lesin og samþykt. Séra Rögnv. Pétursson las eftirfylgjandi þingsályktun, og lagði til aö hún væri samþykt, bókuö og send í eftirriti Bryn- jólfi Brynjólfssyni. “Þaö hvílir ríkt á huga vorum allra.aö á þessu ári,sem liöiö er síöan vér sátum hiö síöasta þing vort að Mary Hill, Man. hafi sá atburður orðið meðal þjóðar vorrar hér í landi með láti Magnúsar ríkislögmanns Brynjólfssonar í Cavalier No. Dak. er mestum skaöa hefir valdíð fyrir þjóðarsæmd vora frá því fólk vort flutti hingað fyrst til þessa lands. Fáum vér því ekki svo slitið þessu þingi að vér ekki minnumst þessa sorgar atburðar með hinni innilegustu hrygð og að vér ekki látum í ljósi samlíöan vora og dýpstu hjartans hluttekningu öldnum föður, systkynum og eigin-konu við missir þann. Hann var ávalt frelsis megin í hverju rnál sem var, í minni- hluta eða rneiri hluta, í þjóðmálum eða kyrkjumálutn. Viö burtför hans hefir þjóö vor mist þann son er henni var aldrei til sorga, en ávalt til frömuðar, virðingar og sæmdar. Bandaríkin þann sannasta borgara, og frelsið meðal mannanna einn frægasta fylgismann. Ungur kom hann til þessa lands, ungur gekk hann til meta, ungur var hann til moldar borinn. Minningu hans geymum vér ávalt helga í huga.”

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.